Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. febrúar 2019

Til­laga að Deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar og til­lög­ur að breyt­ing­um á aðliggj­andi deili­skipu­lög­um. Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir hér með til­lögu að deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar, frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi í Mos­fells­bæ, ásamt um­hverf­is­skýrslu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006.

Til­laga að Deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar og til­lög­ur að breyt­ing­um á aðliggj­andi deili­skipu­lög­um.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir hér með til­lögu að deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar, frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi í Mos­fells­bæ, ásamt um­hverf­is­skýrslu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006. Sam­hliða nýju deili­skipu­lagi eru aug­lýst­ar til­lög­ur að breyt­ing­um á fjór­um aðliggj­andi deili­skipu­lög­um skv. 1. mgr. 43. gr skipu­lagslaga.

Til­laga að deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar, ásamt um­hverf­is­skýrslu, og breyt­ing­ar á fjór­um aðliggj­andi deili­skipu­lags­áætl­un­um verða að­gengi­leg frá 21. fe­brú­ar til 5. apríl 2019.

At­huga­semd­ir og ábend­ing­um varð­andi til­lög­ur skulu berast skrif­lega og má skila þeim til skipu­lags­full­trúa Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ eigi síð­ar en 5. apríl 2019.

Til­laga að deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar

Til­lag­an fjall­ar um tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar frá vega­mót­um við Skar­hóla­braut að vega­mót­um við Reykja­veg. Meg­in við­fangs­efni deili­skipu­lagstil­lögu er af­mörk­un Vest­ur­lands­veg­ar, tvær ak­rein­ar í hvora átt með mið­deili, af­mörk­un und­ir­ganga og brúa, veg­helg­un­ar­svæði fyr­ir mögu­leg mis­læg gatna­mót og göngu- og hjóla­stíg­ar með fram Vest­ur­lands­vegi.

Sam­hliða þarf að gera breyt­ing­ar á fjór­um aðliggj­andi deili­skipu­lög­um til að að­laga skipu­lags­mörk þeirra að nýju deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar. Þessi deili­skipu­lög eru: deili­skipu­lag Skar­hóla­braut­ar að Desja­mýri, deili­skipu­lag Huldu­hóla­svæð­is, deili­skipu­lag Mið­bæj­ar Mos­fells­bæj­ar og deili­skipu­lag mið­bæj­ar sunn­an gamla Vest­ur­lands­veg­ar.

Breyt­ing á deili­skipu­lagi Skar­hóla­braut­ar að Desja­mýri

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, breyt­ingu á deili­skipu­lagi Skar­hóla­braut­ar að Desja­mýri, stað­fest dags. 12.03.2008, m.s.br. Gerð er breyt­ing á skipu­lags­mörk­um til að að­laga deili­skipu­lag­ið nýju deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar. Felld­ur er út sá hluti deili­skipu­lags sem er næst hring­torgi við Vest­ur­landsveg.

Breyt­ing á deili­skipu­lagi Huldu­hóla­svæð­is

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, breyt­ingu á deili­skipu­lagi Huldu­hóla­svæð­is, stað­fest dags. 10.11.2004, m.s.br. Gerð er breyt­ing á skipu­lags­mörk­um til að að­laga deili­skipu­lag­ið nýju deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar. Felld­ur er út sá hluti deili­skipu­lags sem næst er Vest­ur­lands­vegi.

Breyt­ing á deili­skipu­lagi Mið­bær Mos­fells­bæj­ar

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, breyt­ingu á deili­skipu­lagi mið­bæj­ar sunn­an gamla Vest­ur­lands­veg­ar, stað­fest dags. 28.10.1998, m.s.br. Breyt­ing­in felst í því að svæði næst Vest­ur­lands­vegi eru felld út til að að­laga skipu­lags­mörk nýju deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar.

Breyt­ing á deili­skipu­lagi Mið­bæj­ar, sunn­an gamla Vest­ur­lands­veg­ar

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, breyt­ingu á deili­skipu­lagi mið­bæj­ar sunn­an gamla Vest­ur­lands­veg­ar, stað­fest dags. 28.10.1998, m.s.br. Breyt­ing­in felst í því að svæði næst Vest­ur­lands­vegi eru felld út til að að­laga skipu­lags­mörk nýju deili­skipu­lagi Vest­ur­lands­veg­ar.

 

21. fe­brú­ar 2019
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00