Tillaga að Deiliskipulagi Vesturlandsvegar og tillögur að breytingum á aðliggjandi deiliskipulögum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi í Mosfellsbæ, ásamt umhverfisskýrslu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tillaga að Deiliskipulagi Vesturlandsvegar og tillögur að breytingum á aðliggjandi deiliskipulögum.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi í Mosfellsbæ, ásamt umhverfisskýrslu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Samhliða nýju deiliskipulagi eru auglýstar tillögur að breytingum á fjórum aðliggjandi deiliskipulögum skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga.
Tillaga að deiliskipulagi Vesturlandsvegar, ásamt umhverfisskýrslu, og breytingar á fjórum aðliggjandi deiliskipulagsáætlunum verða aðgengileg frá 21. febrúar til 5. apríl 2019.
Athugasemdir og ábendingum varðandi tillögur skulu berast skriflega og má skila þeim til skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eigi síðar en 5. apríl 2019.
Tillaga að deiliskipulagi Vesturlandsvegar
Tillagan fjallar um tvöföldun Vesturlandsvegar frá vegamótum við Skarhólabraut að vegamótum við Reykjaveg. Megin viðfangsefni deiliskipulagstillögu er afmörkun Vesturlandsvegar, tvær akreinar í hvora átt með miðdeili, afmörkun undirganga og brúa, veghelgunarsvæði fyrir möguleg mislæg gatnamót og göngu- og hjólastígar með fram Vesturlandsvegi.
Samhliða þarf að gera breytingar á fjórum aðliggjandi deiliskipulögum til að aðlaga skipulagsmörk þeirra að nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Þessi deiliskipulög eru: deiliskipulag Skarhólabrautar að Desjamýri, deiliskipulag Hulduhólasvæðis, deiliskipulag Miðbæjar Mosfellsbæjar og deiliskipulag miðbæjar sunnan gamla Vesturlandsvegar.
Breyting á deiliskipulagi Skarhólabrautar að Desjamýri
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi Skarhólabrautar að Desjamýri, staðfest dags. 12.03.2008, m.s.br. Gerð er breyting á skipulagsmörkum til að aðlaga deiliskipulagið nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Felldur er út sá hluti deiliskipulags sem er næst hringtorgi við Vesturlandsveg.
Breyting á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, staðfest dags. 10.11.2004, m.s.br. Gerð er breyting á skipulagsmörkum til að aðlaga deiliskipulagið nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Felldur er út sá hluti deiliskipulags sem næst er Vesturlandsvegi.
Breyting á deiliskipulagi Miðbær Mosfellsbæjar
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sunnan gamla Vesturlandsvegar, staðfest dags. 28.10.1998, m.s.br. Breytingin felst í því að svæði næst Vesturlandsvegi eru felld út til að aðlaga skipulagsmörk nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar.
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar, sunnan gamla Vesturlandsvegar
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sunnan gamla Vesturlandsvegar, staðfest dags. 28.10.1998, m.s.br. Breytingin felst í því að svæði næst Vesturlandsvegi eru felld út til að aðlaga skipulagsmörk nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar.
21. febrúar 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar