Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. september 2017

Reykja­veg­ur 62, til­laga að deili­skipu­lagi. Voga­tunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi og Reykja­hvoll 4, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­talda til­lögu að deili­skipu­lagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Reykja­veg­ur 62, til­laga að deili­skipu­lagi.
Deili­skipu­lag­ið ger­ir ráð fyr­ir að skipu­lags­svæð­ið skipt­ist í þrjár lóð­ir fyr­ir einn­ar hæð­ar rað­hús, há­marks­stærð 170 fm. Heim­ilt er að byggja allt að 30 fm. geymslu á hverri lóð í sér­stök­um bygg­ing­ar­reit á suð­ur­lóð. Ekki er gert ráð fyr­ir bíla­geymsl­um. Lóð­irn­ar eru 500-750 fm. að stærð. Há­marks­nýt­ing­ar­hlut­fall á lóð­un­um sam­an­lögð­um er 0.3.

Voga­tunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi
Breyt­ing­in felst í því að:

  • Í stað tveggja hæða rað­húsa R-IIC komi einn­ar hæð­ar rað­hús R-IC
  • Bygg­ing­ar­reit­ur Voga­tungu 2-16 og 23-29 stækk­ar til norð­aust­urs um 2.5 m., til suð­vest­urs um 2.5 m. og til suð­urs um 3 m.
  • Bygg­ing­ar­reit­ur Voga­tungu 99-101 stækk­ar til aust­urs um 1.5×5.5 m. eða 8.25 fm., til suð­vest­urs um 1.5×5.5 m. eða 8.25 fm., til suð­urs um 2.5×10 m. eða 25 fm. og til norð­urs um 3.0×22 eða 66 fm. sem ger­ir sam­tals 107.5 fm.
  • Inn­byrð­is lóð­ar­mörk­um er breytt. Þann­ig að millilóð­irn­ar eru stækk­að­ar frá 9 m. í 10.5 m. Stað­setn­ing bíla­stæða er að­lög­uð breytt­um lóð­ar­mörk­um. Að öðru leyti haldast skil­mál­ar óbreytt­ir.

Reykja­hvoll 4, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.
Breyt­ing­in felst í því að:

  • Lóð­inni við Reykja­hvol 4 er skipt upp í þrjár lóð­ir. Tvær nýj­ar lóð­ir verða stofn­að­ar ásamt lóð utan um nú­ver­andi íbúð­ar­hús.
  • Á nýj­um lóð­um verð­ur leyfi­legt að byggja allt að 300 fm. einn­ar hæð­ar hús, ein­ung­is er leyft ein íbúð í hvoru húsi.
  • Að­koma að hús­um yrði um nýja götu sem ligg­ur frá Reykja­hvoli. Bíla­stæð­um skal koma fyr­ir inn­an lóð­ar­marka. Að öðru leyti gilda eldri skil­mál­ar.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 19. sept­em­ber 2017 til og með 31. októ­ber 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar eru einn­ig birt­ar á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 31. októ­ber 2017.

19. sept­em­ber 2017,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00