Reykjavegur 62, tillaga að deiliskipulagi. Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, tillaga að breytingu á deiliskipulagi og Reykjahvoll 4, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Reykjavegur 62, tillaga að deiliskipulagi.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipulagssvæðið skiptist í þrjár lóðir fyrir einnar hæðar raðhús, hámarksstærð 170 fm. Heimilt er að byggja allt að 30 fm. geymslu á hverri lóð í sérstökum byggingarreit á suðurlóð. Ekki er gert ráð fyrir bílageymslum. Lóðirnar eru 500-750 fm. að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall á lóðunum samanlögðum er 0.3.
Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Breytingin felst í því að:
- Í stað tveggja hæða raðhúsa R-IIC komi einnar hæðar raðhús R-IC
- Byggingarreitur Vogatungu 2-16 og 23-29 stækkar til norðausturs um 2.5 m., til suðvesturs um 2.5 m. og til suðurs um 3 m.
- Byggingarreitur Vogatungu 99-101 stækkar til austurs um 1.5×5.5 m. eða 8.25 fm., til suðvesturs um 1.5×5.5 m. eða 8.25 fm., til suðurs um 2.5×10 m. eða 25 fm. og til norðurs um 3.0×22 eða 66 fm. sem gerir samtals 107.5 fm.
- Innbyrðis lóðarmörkum er breytt. Þannig að millilóðirnar eru stækkaðar frá 9 m. í 10.5 m. Staðsetning bílastæða er aðlöguð breyttum lóðarmörkum. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.
Reykjahvoll 4, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin felst í því að:
- Lóðinni við Reykjahvol 4 er skipt upp í þrjár lóðir. Tvær nýjar lóðir verða stofnaðar ásamt lóð utan um núverandi íbúðarhús.
- Á nýjum lóðum verður leyfilegt að byggja allt að 300 fm. einnar hæðar hús, einungis er leyft ein íbúð í hvoru húsi.
- Aðkoma að húsum yrði um nýja götu sem liggur frá Reykjahvoli. Bílastæðum skal koma fyrir innan lóðarmarka. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 19. september 2017 til og með 31. október 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 31. október 2017.
19. september 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar