Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga fjórar tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
Langihryggur í Mosfellsdal
Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar “víkingaveröld” sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld). Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi m.a. þjóðveldisbær, smiðja, stafkirkja, fjós og þingbúðir og ýmis konar önnur mannvirki, allt í fornum stíl.
Deiliskipulag með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal, lóðin Bjarg
Breytingin varðar eingöngu lóðina Bjarg og felst í því að heimil viðbygging stækkar úr 80 fm. í 400 fm. og hámarksbyggingarmagn er aukið úr 220 fm í 525 fm. Byggingarreitur breytist ekki.
Hraðastaðir I, Mosfellsdal
Breytingin felur í sér að lóðarmörkum lóðarinnar nr. 17 er breytt. Lóðin nr. 15 helst óbreytt.
Laxatunga 41
Breytingin felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar er stækkaður til norð-vesturs um 3.8 metra. Gert er ráð fyrir tvöfaldri bílageymslu við norðvesturhlið á þegar byggðu einbýlishúsi. Bílageymslan verður grafin niður í landið og gerð eins lítið sýnileg í umhverfinu og mögulegt er. Stærð bílageymslu er 67.5 fm. Að öðru leyti gilda núverandi skilmálar.
Gerplustræti 17-23
Breytingin felur í sér að íbúðum í húsunum fjórum er fjölgað samtals úr 32 í 42. Bílastæði eru flutt aftur fyrir húsið norðamegin á lóðunum. Vestari byggingarreitur á lóð 17-19 færist til austurs um 1.5 metra. Austari byggingarreitur á lóð 21-23 færist til vesturs um 1.5 metra.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 8. júlí 2017 til og með 21. ágúst 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 21. ágúst 2017.
8. júlí 2017
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar