Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júlí 2017

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­talda til­lögu að deili­skipu­lagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga fjór­ar til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­talda til­lögu að deili­skipu­lagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga fjór­ar til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi.

Langi­hrygg­ur í Mos­fells­dal

Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag. Hug­mynd­in geng­ur út á að reisa einskon­ar “vík­inga­ver­öld” sem gæfi inn­sýn í það um­hverfi sem menn bjuggu við á þjóð­veldisöld (11. og 12. öld). Á lóð­inni er gert ráð fyr­ir að rísi m.a. þjóð­veld­is­bær, smiðja, staf­kirkja, fjós og þing­búð­ir og ýmis kon­ar önn­ur mann­virki, allt í forn­um stíl.

Deili­skipu­lag með Varmá frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal, lóð­in Bjarg

Breyt­ing­in varð­ar ein­göngu lóð­ina Bjarg og felst í því að heim­il við­bygg­ing stækk­ar úr 80 fm. í 400 fm. og há­marks­bygg­ing­armagn er auk­ið úr 220 fm í 525 fm. Bygg­ing­ar­reit­ur breyt­ist ekki.

Hraðastað­ir I, Mos­fells­dal

Breyt­ing­in fel­ur í sér að lóð­ar­mörk­um lóð­ar­inn­ar nr. 17 er breytt. Lóð­in nr. 15 helst óbreytt.

Laxa­tunga 41

Breyt­ing­in fel­ur í sér að bygg­ing­ar­reit­ur lóð­ar­inn­ar er stækk­að­ur til norð-vest­urs um 3.8 metra. Gert er ráð fyr­ir tvö­faldri bíla­geymslu við norð­vest­ur­hlið á þeg­ar byggðu ein­býl­is­húsi. Bíla­geymsl­an verð­ur grafin nið­ur í land­ið og gerð eins lít­ið sýni­leg í um­hverf­inu og mögu­legt er. Stærð bíla­geymslu er 67.5 fm. Að öðru leyti gilda nú­ver­andi skil­mál­ar.

 

Gerplustræti 17-23

Breyt­ing­in fel­ur í sér að íbúð­um í hús­un­um fjór­um er fjölgað sam­tals úr 32 í 42. Bíla­stæði eru flutt aft­ur fyr­ir hús­ið norða­meg­in á lóð­un­um. Vest­ari bygg­ing­ar­reit­ur á lóð 17-19 færist til aust­urs um 1.5 metra. Aust­ari bygg­ing­ar­reit­ur á lóð 21-23 færist til vest­urs um 1.5 metra.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 8. júlí 2017 til og með 21. ág­úst 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 21. ág­úst 2017.

8. júlí 2017
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00