Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. september 2017

Til­laga að deili­skipu­lagi Langi­hrygg­ur í Mos­fells­dal: Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­talda til­lögu að deili­skipu­lagi. Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag. Hug­mynd­in geng­ur út á að reisa einskon­ar “vík­inga­ver­öld” sem gæfi inn­sýn í það um­hverfi sem menn bjuggu við á þjóð­veldisöld (11. og 12. öld). Á lóð­inni er gert ráð fyr­ir að rísi m.a. þjóð­veld­is­bær, smiðja, staf­kirkja, fjós og þing­búð­ir og ýmis kon­ar önn­ur mann­virki, allt í forn­um stíl.

Til­laga að deili­skipu­lagi Langi­hrygg­ur í Mos­fells­dal: Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­talda til­lögu að deili­skipu­lagi.

Langi­hrygg­ur í Mos­fells­dal:
Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag. Hug­mynd­in geng­ur út á að reisa einskon­ar “vík­inga­ver­öld” sem gæfi inn­sýn í það um­hverfi sem menn bjuggu við á þjóð­veldisöld (11. og 12. öld). Á lóð­inni er gert ráð fyr­ir að rísi m.a. þjóð­veld­is­bær, smiðja, staf­kirkja, fjós og þing­búð­ir og ýmis kon­ar önn­ur mann­virki, allt í forn­um stíl.

Of­an­greind til­laga verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 25. sept­em­ber 2017 til og með 6. nóv­em­ber 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at­huga­semd.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 6. nóv­em­ber 2017.

23. sept­em­ber 2017
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00