Mosfellsbær auglýsir nú skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi: Lokahús við Víðiteig
Tillagan felur í sér nýja 446 m² lóð fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli íbúðarsvæðis við Víðiteig og athafnasvæðis við Völuteig. Aðkoma verður um stíga frá Völuteig. Mannvirkið er ómannað með fjarvöktun og mun hýsa loka auk rafmagns- og tengiskápa.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á vef Skipulagsstofnunar, mál nr. 524/2024.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 24. júní nk.