Megininntak tillögunnar er að tveggja hæða rað- og parhús á svæði við Voga- og Laxatungu breytast í einnar hæðar hús. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2014.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28.3.2007 og síðast breytt 29.8.2013. Tillagan tekur til hluta af svæði 4, þ.e. tiltekinna lóða við austurhluta Vogatungu, og einnar raðhúsalengju við Laxatungu á svæði 3.
Meginbreyting samkvæmt tillögunni er sú, að húsgerðir breytast frá því að vera tveggja hæða rað- og parhús í einnar hæðar hús. Íbúðum fækkar við þetta um tvær frá gildandi skipulagi, úr 50 íbúðum í 48, byggingarreitir stækka í flestum tilvikum og á nokkrum stöðum stækka lóðir á kostnað opinna svæða.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 3. febrúar 2014.
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Grenibyggð 2
Á afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 6. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Grenibyggðar 2, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Markholt 13
Grenndarkynning – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu, Sveinsstaðir L125058