Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 17. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda að Byggðarholti 47.
Um er að ræða leyfi til að stækka hús og byggja sólstofu til vesturs. Um er að ræða 54,8 m² stækkun. Teikningar sýna steinsteypta stofu, herbergi og vinnuherbergi. Á meðfylgjandi uppdrætti er gerð nánari grein fyrir framkvæmd þeirri sem sótt er um.
Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 11. ágúst nk.