Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillaga að breytingu – svæði austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að 0.64 ha. af 1.6 ha. á svæði 409-S austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar er breytt úr stofnanasvæði í verslunar- og þjónustusvæði (418-VÞ).
Breytingartillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 4. ágúst 2017 til og með 18. september 2017 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 18. september 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs.
4. ágúst 2017
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Afnotareitir í Leirvogstunguhverfi samþykktir
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2023 að heimila leigu afnotareita í Leirvogstunguhverfi í samræmi við samþykkt skipulag.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.