Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að 6 lóðum er bætt við núgildandi deiliskipulag frístundabyggðar nær Selvatni. Lóðirnar sem bætast við eru á bilinnu 5.488 m2 til 7.500 m2, byggingar geta verið frá 130 m2 til 200 m2 eftir stærð lóðar. Skipulags og byggingarskilmálar eru annars óbreyttir og haldast hinir sömu fyrir nýjar lóðir.
Umhverfisáhrif vegna uppbyggingar eru staðbundin, svæðið er vel gróið og breytist ásýnd því lítið. Vegna nálægðar við Selvatn er 50 m helgunarlína frá vatni virt. Svæðið er frístundabyggð á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 24. febrúar 2020 til og með 10. apríl 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á vef Mosfellsbæjar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 10. apríl 2020.
Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis
Deiliskipulagsbreytingar: Parhús að Háeyri 1-2 og Brettavöllur við Krikaskóla
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna og auglýsa eftirfarand tillögur samkvæmt, 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreyting Skeljatangi 10
Á fundi skipulagsnefndar þann 2. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Skeljatanga 10 um breytingu á deiliskipulagi.