Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. febrúar 2020

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, skv. 1. mgr. 43. gr. Skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Breyt­ing­in fel­ur í sér að 6 lóð­um er bætt við nú­gild­andi deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar nær Selvatni. Lóð­irn­ar sem bæt­ast við eru á bil­innu 5.488 m2 til 7.500 m2, bygg­ing­ar geta ver­ið frá 130 m2 til 200 m2 eft­ir stærð lóð­ar. Skipu­lags og bygg­ing­ar­skil­mál­ar eru ann­ars óbreytt­ir og haldast hinir sömu fyr­ir nýj­ar lóð­ir.

Um­hverf­isáhrif vegna upp­bygg­ing­ar eru stað­bund­in, svæð­ið er vel gró­ið og breyt­ist ásýnd því lít­ið. Vegna ná­lægð­ar við Selvatn er 50 m helg­un­ar­lína frá vatni virt. Svæð­ið er frí­stunda­byggð á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030.

Til­lag­an verð­ur til sýn­is í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá 24. fe­brú­ar 2020 til og með 10. apríl 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér til­lög­una og gert við hana at­huga­semd­ir. Til­lag­an er einn­ig birt á vef Mos­fells­bæj­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 10. apríl 2020.

Fh. Skipu­lags­full­trúa Mos­fells­bæj­ar
Krist­inn Páls­son

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00