Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Reykjalundarvegur að Húsadal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Reykjalundarvegur að Húsadal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin felst í því að lóðunum nr. 20-30 og botnlanganum sem þær liggja við er snúið rangsælis þannig að innstu lóðirnar (nr. 24 og 26) færast um tæpa 12 metrar upp í brekkuna en hinar lóðirnar minna. Markmið með þessari breytingu er að láta botnlangann fylgja betur hæðarlínum og fá þannig hagstæðari hæðarlegu á honum og húsunum við hann gagnvart landslaginu. Þá er botnlanginn einnig lengdur inn í Akrarland og þar bætast við 4 lóðir.
Ofangreind tillaga verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 10. júní 2017 til og með 24. júlí 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 24. júli 2017.
10. júni 2017
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar