Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að þriggja eininga raðhús við Fossatungu verður að fjórum íbúðum, við bætist íbúð 10a. Byggingarskilmálar eru almennt óbreyttir en breidd stakar íbúða breytist og ein íbúð er án innbyggðrar bílageymslu. Heimilt er til að byggja einnar hæðar raðhús á lóðinni. Um er að ræða breytingu á 10. breytingu Leirvogstunguhverfis sem var staðfest 13. maí 2016.
Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 10. mars 2020 til og með 24. apríl 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 24. apríl 2020.
10. mars 2020
Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
kristinnp[hja]mos.is