Mosfellsbær birtir uppfærða auglýsingu fyrir deiliskipulagsbreytingu. Skipulagið er auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mosfellsbær birtir uppfærða auglýsingu fyrir deiliskipulagsbreytingu. Skipulagið er auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mosfellsbær auglýsti í Fréttablaðinu 22. febrúar sl. skipulagsbreytingu undir heitinu „Efri Reykir og Reykholt 5“. Í ljós kom að staðhættir voru rangir á uppdrætti og í auglýsingu, því er skipulagið kynnt að nýju og athugasemdafrestur lengdur.
Breytingin felur í sér skiptingu núverandi lóða Efri Reykja og Reykjahvols 5 í þrjár lóðir í stað tveggja. Nýja lóðin Reykjahvoll 5A er 910 m2 og ætluð einbýlishúsi. Leyfilegt er að byggja allt að 300 m2 hús á tveimur hæðum með tilliti til landhalla. Svæðið er ,íbúðabyggð‘ á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 4. mars 2020 til og með 24. apríl 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 24. apríl 2020.
Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson
kristinnp[hja]mos.is
Tengt efni
Afnotareitir í Leirvogstunguhverfi samþykktir
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2023 að heimila leigu afnotareita í Leirvogstunguhverfi í samræmi við samþykkt skipulag.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.