Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktum deiliskipulögum, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktum deiliskipulögum, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.
Breyting á deiliskipulagi Þingvallavegar vegna aðkomu að Gljúfrasteini
Breytingin felst í því að mörkum deiliskipulagsins er breytt til þess að skapa svigrúm fyrir bílastæði og aðkomu fyrir Laxnes-safnið á Gljúfrasteini. Aðkomuvegur endar í bílastæðaplani með hringakstri fyrir rútur og bíla. Þar er komið fyrir u.þ.b. 20 bílastæðum og 3 rútustæðum, ásamt göngustígum, áningarstað og hjólastæðum. handrið verði sett á brú yfir Köldukvísl af öryggisástæðum fyrir gangandi. Eftir sem áður er gert ráð fyrir að umferð um gatnamót við Gljúfrastein verði lokuð fyrir almenna bílaumferð en heimil fyrir aðföng og hreyfihamlaða.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Þingvallavegar sem samþykkt var 14. nóvember 2018.
- Deiliskipulag (pdf).
Tillagan verður til sýnis á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 10. júlí til og með 10. ágúst 2020, þeir sem þess óska geta kynnt sér þær og gert athugasemdir. Uppdrættir eru einnig birtir á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is eigi síðar en 10. ágúst 2020.
10. júlí 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar