Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:Íþróttasvæði Varmá, Knatthús.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Íþróttasvæði Varmá, Knatthús
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Varmá. Breytingin felst í eftirfarandi:
Breytingin nær aðallega til reitar merkt D. Á reit D verður samkvæmt breytingunni leyfilegt að byggja fjölnota knatthús en á reitnum er í dag fjölnota æfingavöllur með gervigrasi undir berum himni. Reitarmörk D færast um 3 m. í átt að gervigrasi (reit E) til að rúma knatthús.
Svæði milli reitar D og E breikkar um 8 metra til að tryggja aðkomu slökkvibíla og gönguleiðir eru leiðréttar samkvæmt þessu, aðallega aðalgöngustígur milli reitar D og E. Reitur E styttist að þeim sökum um 2 metra, úr 132 metrum í 130 metra.
Bætt er við byggingarreit á reit D (b12) fyrir fjölnota knatthús, reiturinn liggur að bygingarreitum b6,b8 og b10.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 13. janúar til og með 24. febrúar 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á vef Mosfellsbæjar: mos.is/skipulagsauglysingar
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 24. febrúar 2018.
13. janúar 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is