Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Desjamýri deiliskipulagsbreyting.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Desjamýri deiliskipulagsbreyting. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi við Desjamýri. Breytingin felst í eftirfarandi:
- Stækkun deiliskipulagssvæðisins til austurs, svæðið var fyrir breytingu 8,7 ha, en verður eftir breytingu 11,7 ha. Lóðum fjölgar úr tíu í fjórtán.
- Aðkoma að væntanlegu íbúðarhverfi í Lágafelli færist til austurs.
- Lóðir meðfram Skarhólabraut stækka um 10 m til suðurs.
- Á lóð nr. 9 verður heimilt að byggja geymsluhúsnæði (E) til viðbótar við atvinnuhúsnæði (C) og í skilmála bætist við húsgerð (E). Hámarksstærð byggingar er 570 m², hámarkshæð er 5 m.
Ofangreind tillaga verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 6. júní 2018 til og með 23. júlí 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemd.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 23. júlí 2018.
6. júní 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: