Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:Miðbær Mosfellsbæjar – Þverholt 21-23.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi:
Miðbær Mosfellsbæjar – Þverholt 21-23
Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr 12 í 24, byggingareitir eru stækkaðir og færðir til innan lóðar. Bílastæði í bílakjallara eru felldur niður. Bílastæðum verður fjölgað sem nemur einu stæði á hverja íbúð, samtals 24 stæði.
Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 20. apríl 2019 til og með 3. júní 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 3. júní 2019.
20. apríl 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi - gestahús á frístundahúsalóð við Hafravatn
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13.01.2023 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn um byggingaáform á frístundahúsalóð við Hafravatn, L125498.
Stækkun Hamra hjúkrunarheimilis við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt á fundi sínum þann 01.02.2023 að kynna og auglýsa eftirfarand tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning: Breyting á deiliskipulagi Þrastarhöfða - Þrastarhöfði 14, 16 og 20
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13. janúar 2023, var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Þrastarhöfða.