Á fundi sínum þann 14.09.2022 samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar, eftir umfjöllun skipulagsnefndar, þann 09.09.2022, færslu á reiðleið nyrst í Reykjahvoli.
Umrædd reiðleið liggur í dag yfir lóðir nr. 34-38 við Reykjahvol. Borist hafa umsóknir um byggingaleyfi á lóðunum svo færa þarf reiðleiðina.
Reiðleiðin verður færð til norðvesturs og mun liggja um götuna Reykjahvol 20-24, 34-38 og heldur svo áfram meðfram safngötu Reykjahvols í samræmi við deiliskipulag. Hjáleiðin verður skiltuð, samanber meðfylgjandi teikningu.
Um er að ræða tímabundna hjáleið meðan unnið er að öðrum lausnum.
Þetta tilkynnist hér með.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi - gestahús á frístundahúsalóð við Hafravatn
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13.01.2023 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn um byggingaáform á frístundahúsalóð við Hafravatn, L125498.
Stækkun Hamra hjúkrunarheimilis við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt á fundi sínum þann 01.02.2023 að kynna og auglýsa eftirfarand tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning: Breyting á deiliskipulagi Þrastarhöfða - Þrastarhöfði 14, 16 og 20
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13. janúar 2023, var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Þrastarhöfða.