Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:
Íþróttamiðstöðin við Varmá – Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 15.06.2022 eftir umfjöllun og samþykkt skipulagsnefndar þann 10.06.2022.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingar á byggingaheimildum í greinargerð skipulagsins. Heimildir aukast innan byggingareita b6 og b8. Á reit b6 er heimiluð 150 m² viðbót og á reit b8 má byggja allt að 1200 m² byggingu á tveimur hæðum, auk kjallara. Nýbyggingar hafa verið innfærðar. Annað í skipulagi er óbreytt.
Selvatn L192510 – Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 29.06.2022 eftir umfjöllun og samþykkt skipulagsnefndar þann 24.06.2022.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytt lóðarmörk innan svæðis. Spildu A er skipt upp í tvær spildur sem báðar eru rúmir 1 ha að stærð og ný spilda fær auðkenni E. Önnur ákvæði skipulagsins eru óbreytt.
Varmársvæði við Varmárhól – Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 17.08.2022 eftir umfjöllun skipulagsnefndar þann 12.8.2022.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að við Kvíslarskóla bætast við tveir nýir byggingareitir fyrir færanlegar, tímabundnar kennslustofur. Annar reiturinn er skilgreindur utan um núverandi færanlegt húsnæði NA við skólahúsnæðið. Hinn reiturinn er SA við húsnæði skólans. Innan hvors reitar má setja allt að 600 m² af tímabundnu skólahúsnæði á einni hæð. Annað í skipulagi er óbreytt.
Tillögurnar hlutu afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd mat tillögur að breytingum óverulegar m.t.t. aðalskipulags og gildandi deiliskipulags. Og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga um kynningarferli grenndarkynninga, mat nefndin aðeins landeigenda sjálfan hagsmuna aðila máls og féll frá kröfum um grenndarkynningu.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar