8. apríl 2022 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ, sem fram fara þann 14. maí 2022.
Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ að Háholti 35, kl. 10:00 – 12:00.
Vakin er sérstök athygli á því að bæjarfulltrúum fjölgar í 11 á næsta kjörtímabili. Á framboðslista þurfa því að vera að minnsta kosti 11 nöfn og að hámarki 22 nöfn. Enginn má bjóða sig fram á nema einum lista.
Hverjum framboðslista skal fylgja:
- Staðfesting á skráðu heiti og listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka.
- Yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.
- Nöfn tveggja umboðsmanna.
- Meðmælendalisti – að lágmarki 80 og að hámarki 160 meðmælenda.
- Yfirkjörstjórn fer þess á leit við forsvarsaðila framboða að afhenda jafnframt meðmælalista á tölvutæku formi sem Excel skrá.
Varðandi nánari skilyrði og fyrirmæli um framboð til sveitarstjórnarkosninga er vísað til VII. kafla kosningalaga nr. 112/2021.
Þá er vakin athygli á nýrri reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar.
Nánari upplýsingar má finna á kosning.is
Yfirkjörstjórn boðar til fundar þann 8. apríl 2022 kl. 16:00 á sama stað þar sem hún úrskurðar um framkomna framboðslista að viðstöddum umboðsmönnum listanna.
Þegar yfirkjörstjórn hefur úrskurðað um framboðin mun hún auglýsa framboðslista, bókstaf listanna og nöfn frambjóðanda á hverjum lista.
Mosfellsbæ 21. mars 2022
Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson
Tengt efni
Kjörskrá lögð fram og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022.
Kosningar til Alþingis 2021
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 25. september 2021.