8. apríl 2022 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ, sem fram fara þann 14. maí 2022.
Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ að Háholti 35, kl. 10:00 – 12:00.
Vakin er sérstök athygli á því að bæjarfulltrúum fjölgar í 11 á næsta kjörtímabili. Á framboðslista þurfa því að vera að minnsta kosti 11 nöfn og að hámarki 22 nöfn. Enginn má bjóða sig fram á nema einum lista.
Hverjum framboðslista skal fylgja:
- Staðfesting á skráðu heiti og listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka.
- Yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.
- Nöfn tveggja umboðsmanna.
- Meðmælendalisti – að lágmarki 80 og að hámarki 160 meðmælenda.
- Yfirkjörstjórn fer þess á leit við forsvarsaðila framboða að afhenda jafnframt meðmælalista á tölvutæku formi sem Excel skrá.
Varðandi nánari skilyrði og fyrirmæli um framboð til sveitarstjórnarkosninga er vísað til VII. kafla kosningalaga nr. 112/2021.
Þá er vakin athygli á nýrri reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar.
Nánari upplýsingar má finna á kosning.is
Yfirkjörstjórn boðar til fundar þann 8. apríl 2022 kl. 16:00 á sama stað þar sem hún úrskurðar um framkomna framboðslista að viðstöddum umboðsmönnum listanna.
Þegar yfirkjörstjórn hefur úrskurðað um framboðin mun hún auglýsa framboðslista, bókstaf listanna og nöfn frambjóðanda á hverjum lista.
Mosfellsbæ 21. mars 2022
Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson
Tengt efni
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022.
Kosningar til Alþingis 2021
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 25. september 2021.
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020
Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram fer laugardaginn 27. júní 2020, verður í Lágafellsskóla.