Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 25. september 2021.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með miðvikudeginum 15. september 2021 til kjördags.
Kjósendur geta kynnt sér hvort eða hvar þeir eru skráðir á kjörskrá á vef Þjóðskrár.
Í Mosfellsbæ er kjörstaður í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09:00 – 22:00. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað.
Í kjörstjórn Mosfellsbæjar eru:
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður
- Haraldur Sigurðsson
- Valur Oddsson
– Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ
Tengt efni
Kjörskrá lögð fram og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
8. apríl 2022 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum.