Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 30. nóvember næstkomandi hefur verið lögð fram, almenningi til sýnis, í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Kjörskráin verður aðgengileg fram til kjördags á opnunartíma þjónustuvers sem hér segir:
- Mán. – fim. 8:00-16:00
- Fös. 8:00-13:00
Kjörfundur í Mosfellsbæ vegna alþingiskosninga hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 þann 30. nóvember næstkomandi og er kjörstaður í Lágafellsskóla.
Nánar um kosningarnar:
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum á höfuðborgarsvæðinu og fer hún fram í Holtagörðum á 1. hæð.
Nánar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu:
Tengt efni
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
8. apríl 2022 kl. 12:00 rennur út frestur til að skila framboðslistum.
Kosningar til Alþingis 2021
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 25. september 2021.