Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. mars 2020

Út­færsla á skólastarfi, starf­semi íþróttamið­stöðva, sund­lauga og menn­ing­ar­húsa næstu vikna.

Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa síð­an á föstu­dag unn­ið að út­færslu á skólastarfi, starf­semi íþróttamið­stöðva, sund­lauga og menn­ing­ar­húsa næstu vikna í sam­ræmi við til­mæli sótt­varn­ar­lækn­is og stjórn­valda.

Í ljósi þess að skólast­arf verð­ur með mis­mun­andi hætti milli sveit­ar­fé­laga og inn­an sveit­ar­fé­laga eru íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu beðn­ir um fylgjast vel með upp­lýs­ing­um sem birt­ast munu á heima­síð­um sveit­ar­fé­lag­anna og heima­síð­um grunn- og leik­skóla og þeirra stofn­ana sem við eiga.

Rétt er að ít­reka að á morg­un, mánu­dag­inn 16. mars verð­ur starfs­dag­ur í grunn- og leik­skól­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem stjórn­end­ur og starfs­fólk vinna nú að skipu­lagn­ingu skólastarfs mið­að við of­an­greind­ar ákvarð­an­ir. Frek­ari upp­lýs­ing­ar um skólast­arf verð­ur að finna á heima­síð­un skól­anna. Þá verða sund­stað­ir og íþróttamið­stöðv­ar lok­að­ar til að vinna að út­færsl­um á starf­semi þeirra mið­að við til­mæli.

Grunn­skól­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Kennsla verð­ur í hóp­um með ekki fleiri en 20 nem­end­um og ekki verð­ur um blönd­un hópa að ræða inn­an skóla­dags­ins. Skól­ar munu halda úti eins miklu skólastarfi og kennslu og kost­ur er við þess­ar að­stæð­ur. Það verð­ur í hönd­um hvers sveit­ar­fé­lags og skóla að út­færa skipt­ingu kennslu milli við­veru í skóla og náms heima. Ná­kvæm út­færsla verð­ur því ólík milli skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Öll hefð­bund­in kennsla í list- og verk­greina­stof­um mun falla nið­ur og íþrótta- og sund­kennsla verð­ur í formi hreyf­ing­ar á skóla­lóð, inni í hópa­stof­um eða annarr­ar úti­kennslu. Hver skóli skipu­legg­ur nán­ari til­hög­un skóla­dags­ins og kennslu­til­hög­un. Sér- og starfs­deild­ir verða með óbreytta starf­semi eft­ir fremsta megni. Þá verð­ur mat­ar­þjón­usta í boði í skóla ef mögu­legt er að koma því við. Öll neysla á mat fer fram í heima­stof­um eða í mat­sal skóla þar sem því verð­ur við kom­ið. Vett­vangs­ferð­ir falla nið­ur ásamt ferð­um í skóla­búð­ir.

Leik­skól­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Gert er ráð fyr­ir því að halda starf­semi leik­skóla gang­andi á sem ör­ugg­ast­an hátt með þeim hætti að börn verði í sem minnst­um hóp­um og að­skilin sem mest. Vegna þessa raskast skólast­arf í leik­skól­um og opn­un­ar­tími get­ur breyst s.s. vegna þrifa sem nauð­syn­leg eru. Hver leik­skóli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun upp­lýsa for­eldra um út­færslu á skólastarfi á heima­síðu eða í gegn­um aðra miðla.

Sund­stað­ir og íþróttamið­stöðv­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fjölda­tak­mark­an­ir mið­ast við 100 manns í sama rými í einu og tveggja metra fjar­lægð verði milli ein­stak­linga. Sund­laug­ar eiga á flest­um tím­um dags­ins að geta upp­fyllt fyrra skil­yrð­ið en tveggja metra fjar­lægð er erfitt að upp­fylla í sund­laug­um og í íþrótta­hús­um. Það er ljóst að sam­kvæmt þeim til­mæl­um sem borist hafa, mun íþrótt­ast­arf og rekst­ur íþrótta­mann­virkja riðlast á næst­unni.

End­ur­skipu­leggja þarf verk­ferla með til­liti til nýrra krafna um sótt­varn­ir og til að tryggja ör­yggi gesta og starfs­manna sund­lauga og íþróttamið­stöðva. All­ir sund­stað­ir og íþróttamið­stöðv­ar verða því lok­að­ar mánu­dag­inn 16. mars og dag­ur­inn nýtt­ur til ákvarð­an­ar­töku um fram­hald­ið í sam­starfi við við­eig­andi að­ila.

Frí­stunda­heim­ili og fé­lags­mið­stöðv­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Frí­stunda­heim­ili verða opin í fram­haldi af skóla­degi yngstu nem­enda en við­bú­ið er að starf­semi muni að ein­hverju leyti skerð­ast.

Starf­semi fé­lags­mið­stöðva tek­ur breyt­ing­um þar sem megin­á­hersla verði á að mæta fé­lags­þörf án þess að skörun verði milli hópa eða bekkja. Til dæm­is með hópa­skipt­ingu eða ár­ganga­skipt­ingu í opn­un­um og lögð áhersla á hóp­ast­arf en ekki stærri sam­kom­ur. Ná­kvæm út­færsla verð­ur ólík milli fé­lags­mið­stöðva.

Tón­list­ar­skól­ar og skóla­hljóm­sveit­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Tím­ar í hljóð­færa­kennslu og söng­kennslu fara fram í hús­næði eða heima­stöð tón­list­ar­skóla eða skóla­hljóm­sveita. Hóp­tím­ar s.s. hljóm­sveit­ar­tím­ar, hópæf­ing­ar, tón­fund­ir, for­skóli og tón­fræði­tím­ar falla nið­ur. All­ir við­burð­ir tengd­ir þess­ari starf­semi falla nið­ur. Við­mið þessi taka einn­ig til tón­list­ar­nem­enda sem eru eldri en 18 ára. Lögð er áhersla á að leitað sé leiða til að við­halda virkni óháð fjar­veru og nið­ur­fell­ingu tón­list­ar­tíma. Ná­kvæm út­færsla verð­ur ólík milli skóla.

Skólaí­þrótt­ir og íþrótta­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Ekki verð­ur hefð­bund­in íþrótta- og sund­kennsla á veg­um grunn­skóla í sam­komu­bann­inu. Við­kom­andi hús­næði verð­ur lokað fyr­ir skóla­kennslu og íþrótta- og sund­kenn­ar­ar vinna með náms­hópn­um í heima­stofu eða úti á skóla­lóð. Íþrótta­fé­lög munu gefa út eig­in til­kynn­ing­ar um íþróttaæf­ing­ar. Til­kynn­ing­ar eru þeg­ar komn­ar frá íþrótta­sam­bönd­um um leikja­bann.

Menn­ing­ar­stofn­an­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Söfn­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, lista­söfn, bóka­söfn og sögu­söfn halda óbreytt­um opn­un­ar­tíma þrátt fyr­ir sam­komu­bann en boð­uð­um við­burð­um verð­ur af­lýst eða frestað, svo sem leið­sögn­um, listsmiðj­um og mál­þing­um, á með­an sam­komu­bann­ið er í gildi. Á söfn­um eru gest­ir hvatt­ir til að hafa hæfi­lega fjar­lægð sín á milli. Áfram verð­ur lögð áhersla á aukin þrif í söfn­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um­fram venju­bundna ræst­ingu.

Íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru hvatt­ir til að fylgjast vel með upp­lýs­ing­um sem birt­ast munu á heima­síð­um sveit­ar­fé­lag­anna og heima­síð­um grunn- og leik­skóla og þeirra stofn­ana sem við eiga. Þá eru íbú­ar jafn­framt hvatt­ir til að fylgja leið­bein­ing­um land­lækn­is um við­brögð við veirunni inn á covid.is. Við erum öll al­manna­varn­ir.

Virð­ing­ar­fyllst,
Stjórn Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00