Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2021

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjóra og slökkvi­liðs­stjóra á Vest­ur­landi, Höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­nesj­um og Suð­ur­landi hafa ákveð­ið að lýsa yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna hættu á gróð­ureld­um.

Svæð­ið sem um er að ræða nær frá Eyja­fjöll­um að sunn­an­verðu Snæ­fells­nesi. Þessi ákvörð­un er byggð á því að lít­ið hef­ur rignt þessu svæði und­an­far­ið og veð­ur­spá næstu daga sýn­ir held­ur ekki neina úr­komu af ráði.

Óvissustig al­manna­varna þýð­ir að auk­ið eft­ir­lit er haft með at­burða­rás sem á síð­ari stig­um gæti leitt til þess að heilsu og ör­yggi fólks, um­hverf­is eða byggð­ar verði ógn­að. Að lýsa yfir óvissu­stigi er hluti af verk­ferl­um í skipu­lagi al­manna­varna til að tryggja form­leg sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf á milli við­bragðs­að­ila og al­menn­ings.

Al­menn­ing­ur er hvatt­ur til að sýna að­gát með opin eld á þess­um svæð­um og öðr­um þar sem gróð­ur er þurr. Það þarf ekki mik­inn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verð­ur vart við gróð­urelda á strax að hringja í 112.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00