Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. mars 2021

Til­kynn­ing vegna sms-skila­boða til þeirra sem heim­sækja eld­stöðv­arn­ar í Geld­inga­döl­um – mun­um sótt­varn­ir!

Vegna mik­ils mann­fjölda við eld­stöðv­arn­ar undafarna daga vilja sótt­varna­lækn­ir og al­manna­varn­ir minna á sótt­varn­ir vegna Covid-19. Blik­ur eru á lofti í þró­un far­ald­urs­ins og því mjög brýnt að far­ið sé eft­ir gild­andi sótt­varn­ar­regl­um.

Fólk í sótt­kví á ekki að fara í göngu­ferð að gosstað þar sem sú ferð er mun lengri en göngu­ferð í ná­grenni sótt­kví­ar­stað­ar. Þetta á við alla í sótt­kví, bæði ferða­fólk og fólk bú­sett hér á landi.

Neyð­ar­lín­an sendi út sms til­kynn­ingu sem berst í síma á af­mörk­uðu svæði í kring­um gosstað­inn. Mögu­leiki er á, eins og gerst hef­ur áður, að sms skila­boð­in ber­ist í síma sem stað­sett­ir eru eitt­hvað út fyr­ir þetta af­mark­aða svæði sem val­ið var að senda skila­boð­in. Ef það verð­ur raun­in í þetta sinn þá minn­um við á að skila­boð­in eru ætluð þeim sem eru að heim­sækja eld­stöðv­arn­ar.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um eld­gos­ið er að finna á vef al­manna­varna, þar er hægt að nálg­ast ýms­ar upp­lýs­ing­ar eins og göngu­leið að gosstaðn­um, gasmeng­un á staðn­um og fleira.

Skila­boð­in sem fara á sím­tæki á fyr­ir­fram ákveð­ið svæði í kring­um eld­stöð­ina:
Mun­um sótt­varn­ir vegna COVID-19 við eld­stöðv­arn­ar. Við erum öll al­manna­varn­ir. al­manna­varn­ir.is/eld­gos

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00