Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. mars 2021

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hef­ur ákveð­ið að loka fyr­ir um­ferð um Suð­ur­strand­ar­veg á veg­arkafla á milli Krísu­vík­ur­vega­móta og Hrauns frá klukk­an 13:00 í dag.

Um­ferð sem á brýnt er­indi á þess­ari leið verð­ur hleypt um veg­inn. Göngu­leið að eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um verð­ur einn­ig lokað vegna veð­urs. Framund­an er mik­ið hvassviðri og stór­hríð og því ekk­ert úti­vist­ar­veð­ur á svæð­inu.

Veð­ur­spá frá Veð­ur­stofu Ís­lands:
Austan­átt­in hef­ur mælst um 17 m/s við gos­stöðv­arn­ar í morg­un, það er þurrt og frost­ið um 7 gráð­ur. Í dag hvess­ir enn frek­ar, og und­ir kvöld er út­lit fyr­ir aust­an 20-25 m/s og snjó­komu og skafrenn­ing með lé­legu skyggni og minnk­andi frosti. Sem sagt stór­hríð og ekk­ert úti­vist­ar­veð­ur. læg­ir seint í kvöld, og í nótt og fyrra­mál­ið verða aust­an 5-10 m/s og él á svæð­inu, með hita ná­lægt frost­marki. Um og eft­ir há­degi á morg­un læg­ir svo enn frek­ar og átt­in verð­ur breyti­leg. Ann­að kvöld snýst svo í norð­an 10-15 m/s og stytt­ir upp og kóln­ar. Áfram norð­an 10-15 og þurrt á mánu­dag, en síð­deg­is snýst í minnk­andi norð­austanátt. Vægt frost.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00