Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg á vegarkafla á milli Krísuvíkurvegamóta og Hrauns frá klukkan 13:00 í dag.
Umferð sem á brýnt erindi á þessari leið verður hleypt um veginn. Gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum verður einnig lokað vegna veðurs. Framundan er mikið hvassviðri og stórhríð og því ekkert útivistarveður á svæðinu.
Veðurspá frá Veðurstofu Íslands:
Austanáttin hefur mælst um 17 m/s við gosstöðvarnar í morgun, það er þurrt og frostið um 7 gráður. Í dag hvessir enn frekar, og undir kvöld er útlit fyrir austan 20-25 m/s og snjókomu og skafrenning með lélegu skyggni og minnkandi frosti. Sem sagt stórhríð og ekkert útivistarveður. lægir seint í kvöld, og í nótt og fyrramálið verða austan 5-10 m/s og él á svæðinu, með hita nálægt frostmarki. Um og eftir hádegi á morgun lægir svo enn frekar og áttin verður breytileg. Annað kvöld snýst svo í norðan 10-15 m/s og styttir upp og kólnar. Áfram norðan 10-15 og þurrt á mánudag, en síðdegis snýst í minnkandi norðaustanátt. Vægt frost.
Tengt efni
Talsverð mengun víða á höfuðborgarsvæðinu
Eldgos á Reykjanesi - Mikil gasmengun á svæðinu
Eldgos hófst um kl. 16:40 við Litla-Hrút í gær.
Ítrekun á viðvörun vegna gasmökks
Veðurstofan vill ítreka ábendingar til almennings frá því í gær vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu.