Í dag 9. ágúst 2022 fagnar Mosfellsbær 35 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987.
Venju samkvæmt fögnum við afmæli bæjarins síðustu helgina í ágúst með bæjarhátíðinni Í túninu heima sem ber uppá dagana 26. -28. ágúst.
Ullarpartýið í Álafosskvos á föstudagskvöldinu og stórtónleikarnir á miðbæjartorginu á laugardagskvöldinu verða á sínum stað ásamt Tindahlaupinu og fleiri viðburðum sem hefð er fyrir á hátíðinni, en dagskráin í heild sinni verður auglýst nánar þegar nær dregur á vef bæjarins og í bæjarblaðinu Mosfellingi.
Við hvetjum íbúa til að huga tímanlega að skreytingum í hverfalitunum og huga að skipulagningu götugrilla. Upplýsingar um hverfaliti má finna í gegnum hlekkinn hér að neðan.
Eftir tveggja ára hlé sökum heimsfaraldurs verður kærkomið fyrir bæjarbúa að gleðjast saman og skreyta bæinn okkar með gleði, lífi og litum. Hver veit nema að við náum að slá þátttökumet þetta árið.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir