Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í dag 9. ág­úst 2022 fagn­ar Mos­fells­bær 35 ára af­mæli sínu en bær­inn fékk kaup­stað­ar­rétt­indi 9. ág­úst 1987.

Venju sam­kvæmt fögn­um við af­mæli bæj­ar­ins síð­ustu helg­ina í ág­úst með bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima sem ber uppá dag­ana 26. -28. ág­úst.

Ullarpartý­ið í Ála­fosskvos á föstu­dags­kvöld­inu og stór­tón­leik­arn­ir á mið­bæj­ar­torg­inu á laug­ar­dags­kvöld­inu verða á sín­um stað ásamt Tinda­hlaup­inu og fleiri við­burð­um sem hefð er fyr­ir á há­tíð­inni, en dag­skrá­in í heild sinni verð­ur aug­lýst nán­ar þeg­ar nær dreg­ur á vef bæj­ar­ins og í bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi.

Við hvetj­um íbúa til að huga tím­an­lega að skreyt­ing­um í hver­fa­lit­un­um og huga að skipu­lagn­ingu götugrilla. Upp­lýs­ing­ar um hver­fa­liti má finna í gegn­um hlekk­inn hér að neð­an.

Eft­ir tveggja ára hlé sök­um heims­far­ald­urs verð­ur kær­kom­ið fyr­ir bæj­ar­búa að gleðj­ast sam­an og skreyta bæ­inn okk­ar með gleði, lífi og lit­um. Hver veit nema að við náum að slá þátt­töku­met þetta árið.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00