Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. nóvember 2016

Þrjár til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi. Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar þrjár til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi: Snæfríð­argata, Voga- og Laxa­tunga ásamt Helga­fells­skóla. Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 25. nóv­em­ber 2016 til og með 6.janú­ar 2017. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 6. janú­ar 2017.

Þrjár til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar þrjár til­lög­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi:

Snæfríð­argata 2-8
Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að húsa­gerð breyt­ist úr R2-n í R1-n. Breyt­ing­in fel­ur í sér að í stað tveggja hæða rað­húsa komi einn­ar hæð­ar rað­hús á lóð­ina.

Voga­tunga 56-60 og Laxa­tunga 102-114

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir því að í stað tveggja hæða rað­húsa R-IID á lóð­um að Laxa­tungu 102-114 komi einn­ar hæð­ar rað­hús R-ID. Á lóð­un­um að Voga­tungu 56-60 verða heim­ilað að reisa tveggja hæða rað­hús R-IID í stað eins hæð­ar rað­húsa R-ID. Bygg­ing­ar­reit­ur er stækk­að­ur til norð­urs og suð­urs um 2 metra og um 2.5 metra til aust­urs og vest­urs. Sam­an­lögð stækk­un er 550 fm.

 

Mið­svæði, Gerplustræti 14, Helga­fells­skóli

Um er að ræða deili­skipu­lags­breyt­ingu á lóð­inni að Gerplustræti 14, grunn- og leik­skóla­lóð, einn­ig merkt S-I-III-B í deili­skipu­lagi. Breyt­ing­in fel­ur í sér að felld­ur er út bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir einn­ar hæð­ar fær­an­lega kennslu­stofu á aust­ur­hluta lóð­ar­inn­ar, merkt S-I-C. Einn­ig er felld út að­koma að kennslu­stof­un­um ásamt 12 bif­reiða­stæð­um. Bund­inni bygg­ing­ar­línu er breytt í hefð­bundna bygg­ing­ar­línu á vest­ur­hlið reits og á norð­ur­hlið er bund­in bygg­ing­ar­lína fram­lengd eft­ir allri hlið­inni. Sam­hliða því er kenni­leiti fært aust­ar á bygg­ing­ar­reit og verð­ur einn­ar hæð­ar séð frá Gerplustræti. Við bæt­ist bygg­ing­ar­reit­ur að bíla­stæð­um neð­anjarð­ar fyr­ir tækn­i­rými. Bygg­ing­ar­reit­ur skól­ans merkt­ur S-I-II-B er stækk­að­ur úr 7.152 fm. í 11.600 fm. Leyfi­legt nýt­ing­ar­hlut­fall verð­ur 0.6. Leyfi­legt verð­ur að stað­setja fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur inn­an bygg­ing­ar­reits. Sam­síða bíla­stæð­um á norð­ur­hlið lóð­ar við Gerplustræti er fækkað úr 25 í 21, þar af tvö fyr­ir hreyfi­haml­aða og eitt sleppistæði. Stæð­um á vest­ur­hlið lóð­ar fjölg­ar úr 8 í 18 stæði. Lóð­ar­mörk eru stækk­uð til aust­urs og bíla­stæð­um breytt úr sam­síða stæð­um í ská­sett stæði og fjölda þeirra breytt úr 14 í 26, þar af 4 stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða. Sam­hliða þess­um breyt­ing­um fær­ast gang­stétt og gróð­ur­belti vest­ar og götu er breytt í ein­stefnu­götu. Gert er ráð fyr­ir nýju bíla­stæði á suð­ur­hluta lóð­ar við Vefara­stræti með 29 bíla­stæð­um, þar af tvö stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða, þar eru einn­ig þrjú rútu­stæði, gert er ráð fyr­ir að­komu stærri bíla á því stæði.

Í grein­ar­gerð nú­ver­andi deili­skipu­lags er gert ráð fyr­ir 80 stæð­um en verð­ur eft­ir breyt­ingu 97 inn­an lóð­ar, al­menn­um stæð­um í hverf­inu er voru utan skóla­lóð­ar fækk­ar um 19.

 

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 25. nóv­em­ber 2016 til og með 6.janú­ar 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar eru einn­ig birt­ar hér á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 6. janú­ar 2017.

 

25. nóv­em­ber 2016,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00