Þrettándabrenna var haldin í samvinnu við björgunarsveitina Kyndil mánudaginn 6. janúar og var hún að vanda vel sótt. Stemmingin var góð og létu gestir kuldann ekkert á sig fá.
Skátafélagið Mosverjar leiddi blysför frá Miðbæjartorgi og skólahljómsveit, Stormsveitin, Grýla, Leppalúði, álfakongur, álfadrotting ásamt Þorra og Þuru voru á svæðinu.
Í lok dagskrár var að vanda glæsileg flugeldasýning eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Tengt efni
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.
Dagur Listaskólans 1. mars 2025
Uppljómað Helgafell á Vetrarhátíð 2025