Þrettándabrenna var haldin í samvinnu við björgunarsveitina Kyndil mánudaginn 6. janúar og var hún að vanda vel sótt. Stemmingin var góð og létu gestir kuldann ekkert á sig fá.
Skátafélagið Mosverjar leiddi blysför frá Miðbæjartorgi og skólahljómsveit, Stormsveitin, Grýla, Leppalúði, álfakongur, álfadrotting ásamt Þorra og Þuru voru á svæðinu.
Í lok dagskrár var að vanda glæsileg flugeldasýning eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Tengt efni
Opinn kynningarfundur í Hlégarði 13. janúar 2025
Breytt tímasetning á áramótabrennu
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.