Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. janúar 2024

Þrett­ánda­brenna fer fram neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog­inn næst­kom­andi laug­ar­dag á sama stað og ára­móta­brenn­an var hald­in. Blys­för legg­ur af stað frá Mið­bæj­ar­torgi kl. 17:30. Skóla­hljóm­sveit­in, Storm­sveit­in, Grýla, Leppal­úði og fleiri verða á svæð­inu.

Mos­fells­bær stend­ur fyr­ir brenn­unni og björg­un­ar­sveit­in Kyndill verð­ur með glæsi­lega flug­elda­sýn­ingu að vanda.

Göngu­leið­ir til og frá brennu verða hreins­að­ar og sand­að­ar eins og hægt er. Íbú­ar eru samt hvatt­ir til að koma vel skó­að­ir á brenn­una ásamt því að sýna að­gát vegna hálku og leys­inga sem víða hafa myndast.

Dagskrá:

  • 17:30 – Blys­för frá Bæj­ar­torg­inu við Kjarna.
    Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar, Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar, Grýla, Leppal­úði, jóla­svein­ar, álf­ar, tröll, púk­ar og allskon­ar kynja­ver­ur.
  • 18:00 – Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar spil­ar á há­tíð­ar­svæð­inu við brenn­una.
  • 18:15 – Skóla­hljóm­sveit­in og Storm­sveit­in leiða fjölda­söng.
  • 18:30 – Storm­sveit­in skemmt­ir.
  • 18:50 – Álfa­kong­ur, álfa­drottn­ing og jóla­svein­ar sýna sig og sjá aðra.
  • 18:55 – Björg­un­ar­sveit­in Kyndill sér um flug­elda­sýn­ingu.

Mynd: Al­exía Guð­jóns­dótt­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00