Þrettándabrenna fer fram neðan Holtahverfis við Leirvoginn næstkomandi laugardag á sama stað og áramótabrennan var haldin. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla, Leppalúði og fleiri verða á svæðinu.
Mosfellsbær stendur fyrir brennunni og björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.
Gönguleiðir til og frá brennu verða hreinsaðar og sandaðar eins og hægt er. Íbúar eru samt hvattir til að koma vel skóaðir á brennuna ásamt því að sýna aðgát vegna hálku og leysinga sem víða hafa myndast.
Dagskrá:
- 17:30 – Blysför frá Bæjartorginu við Kjarna.
Skátafélagið Mosverjar, Leikfélag Mosfellssveitar, Grýla, Leppalúði, jólasveinar, álfar, tröll, púkar og allskonar kynjaverur. - 18:00 – Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar á hátíðarsvæðinu við brennuna.
- 18:15 – Skólahljómsveitin og Stormsveitin leiða fjöldasöng.
- 18:30 – Stormsveitin skemmtir.
- 18:50 – Álfakongur, álfadrottning og jólasveinar sýna sig og sjá aðra.
- 18:55 – Björgunarsveitin Kyndill sér um flugeldasýningu.
Mynd: Alexía Guðjónsdóttir
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos