Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2018

Ný­ver­ið var end­ur­nýj­að­ur þjón­ustu­samn­ing­ur milli Ás­garðs – hand­verk­stæð­is og Mos­fells­bæj­ar um vernd­aða vinnu og hæf­ingu fatl­aðs fólks á ár­un­um 2018-2022.

Slík­ur samn­ing­ur var fyrst gerð­ur 2012 í kjöl­far þess að þjón­usta við fatlað fólk var færð frá ríki til sveit­ar­fé­laga. Eins og Mos­fell­ing­um er kunn­ugt er Ás­garð­ur í Ála­fosskvos­inni og þar eru að jafn­aði við nám, þjálf­un og störf um 30 fatl­að­ir starfs­menn með að­stoð nokk­urra verk­stjóra.

Samn­ing­inn und­ir­rit­uðu Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Heim­ir Þór Tryggvason for­stöðu­mað­ur Ás­garðs.

„Verk­stæð­ið í Ás­garði er lands­þekkt og tengt við Mos­fells­bæ í hug­um fólks og sóm­ir sér vel sem skap­andi hand­verk­stæði með­al ann­arra lista­smiðja og vinnu­stofa í Ála­fosskvos­inni. Stað­setn­ing­in og starf­sem­in er að mínu mati fyr­ir­mynd fyr­ir þá sam­þætt­ingu þjón­ustu sem er eitt meg­in­mark­miða þess að fela sveit­ar­fé­lög­un­um að ann­ast þjón­ustu við fatlað fólk,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Heim­ir Þór sagði við sama til­efni að starfs­menn Ás­garðs fagni þess­um áfanga og samn­ing­ur­inn væri mik­il­væg­ur fyr­ir Ás­garð. Hann tryggði bæði fjár­hags­legt ör­yggi næstu árin auk þess að vera við­ur­kenn­ing á því starfi sem þar fer fram.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00