Áður auglýstur jólamarkaður Ásgarðs sem átti að fara fram laugardaginn 5. desember á milli kl. 10:00 – 17:00 fellur niður.
Verslun Ásgarðs verður opin frá og með 1. desember til og með 17. desember, mánudaga til fimmtudaga á milli kl. 09:00 og 15:00. Lokað á föstudögum. Grímuskylda og fjöldatakmörkun.
Einnig er hægt að versla við Ásgarð fyrir jólin í gegnum vefinn, asgardur.is, og facebooksíðu Ásgarðs. Þið getið líka sent póst á asgardur[hja]asgardur.is eða hringt í síma 567-1734 eða 698-1319 og pantað vörur.
Kær kveðja,
Starfsfólk Ásgarðs