Á laugardaginn verður hátíðinni þjófstartað þegar Ísland leikur gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á risaskjá í Hlégarði og eru allir velkomnir. Leikurinn hefst kl. 13:00.
Á sunnudeginum er svo sjálfur þjóðhátíðardagurinn og hefst hann með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00.
Skrúðganga fer frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 13:45. Skátarnir leiða skrúðgönguna. (Ath. hún leggur af stað frá FMOS vegna framkvæmda í Skeiðholti.)
Kl. 14:00 hefst svo mikil fjölskylduskemmtun við Hlégarð. Þar koma meðal annars fram íbúar í Latabæ, Regína Ósk og Selma Björns, Agnes Wild og Felix Bergsson, Skólahljómsveitin, Leikfélagið og fleiri. Að því loknu fer fram aflraunakeppni þar sem keppt er um titilinn Sterkasti maður Íslands.
Á svæðinu verða skátarnir með hoppukastala og ýmsar þrautir. Sölutjöld og andlitsmálun á staðnum. Inni í Hlégarði verður svo kaffisala í umsjá Aftureldingar.
Dagskrá
Kl. 11:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju
- Prestur: Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
- Einsöngur: Jóhannes Freyr Baldursson
Kl. 13:45 – Skrúðganga frá Framhaldsskólanum
- Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgöngu að Hlégarði
- ATH. skrúðagangan fer frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Kl. 14:00 – Fjölskyldudagskrá við Hlégarð
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu
- Ávarp fjallkonu
- Hátíðarræða: Bjarki Bjarnason forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
- Agnes Wild og Felix Bergsson verða kynnar dagsins
- Krakkar af leikskólanum Reykjakoti syngja nokkur lög
- Íbúar úr Latabæ koma í heimsókn og skemmta þjóðhátíðargestum
- Regína Ósk og Selma Björns taka lög úr ABBA tónleikasýningunni
- Fjölbreytt atriði frá Leikgleði, m.a. úr Litlu hryllingsbúðinni.
Kl. 16:00 – Sterkasti maður Íslands
- Keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands á Hlégarðstúninu
- Hjalti Úrsus heldur utan um þessa árlegu aflraunakeppni
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.