Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2018

17. júní verð­ur hald­inn há­tíð­leg­ur í Mos­fells­bæ með glæsi­brag.

Á laug­ar­dag­inn verð­ur há­tíð­inni þjófst­artað þeg­ar Ís­land leik­ur gegn Arg­entínu á heims­meist­ara­mót­inu í Rússlandi. Leik­ur­inn verð­ur sýnd­ur á risa­skjá í Hlé­garði og eru all­ir vel­komn­ir. Leik­ur­inn hefst kl. 13:00.

Á sunnu­deg­in­um er svo sjálf­ur þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn og hefst hann með há­tíð­ar­guðs­þjón­ustu í Lága­fells­kirkju kl. 11:00.

Skrúð­ganga fer frá Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ kl. 13:45. Skát­arn­ir leiða skrúð­göng­una. (Ath. hún legg­ur af stað frá FMOS vegna fram­kvæmda í Skeið­holti.)

Kl. 14:00 hefst svo mik­il fjöl­skyldu­skemmt­un við Hlé­garð. Þar koma með­al ann­ars fram íbú­ar í Lata­bæ, Regína Ósk og Selma Björns, Agnes Wild og Fel­ix Bergs­son, Skóla­hljóm­sveit­in, Leik­fé­lag­ið og fleiri. Að því loknu fer fram aflrauna­keppni þar sem keppt er um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands.

Á svæð­inu verða skát­arn­ir með hoppu­kastala og ýms­ar þraut­ir. Sölutjöld og and­lits­málun á staðn­um. Inni í Hlé­garði verð­ur svo kaffisala í um­sjá Aft­ur­eld­ing­ar.

Dagskrá

Kl. 11:00 – Há­tíð­ar­guðs­þjón­usta í Lága­fells­kirkju

  • Prest­ur: Arndís G. Bern­h­ards­dótt­ir Linn
  • Ein­söng­ur: Jó­hann­es Freyr Bald­urs­son

Kl. 13:45 – Skrúð­ganga frá Fram­halds­skól­an­um

  • Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar leið­ir skrúð­göngu að Hlé­garði
  • ATH. skrúða­gang­an fer frá Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ

Kl. 14:00 – Fjöl­skyldu­dagskrá við Hlé­garð

  • Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar tek­ur á móti skrúð­göngu
  • Ávarp fjall­konu
  • Há­tíð­ar­ræða: Bjarki Bjarna­son for­seti bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar
  • Agnes Wild og Fel­ix Bergs­son verða kynn­ar dags­ins
  • Krakk­ar af leik­skól­an­um Reykja­koti syngja nokk­ur lög
  • Íbú­ar úr Lata­bæ koma í heim­sókn og skemmta þjóð­há­tíð­ar­gest­um
  • Regína Ósk og Selma Björns taka lög úr ABBA tón­leika­sýn­ing­unni
  • Fjöl­breytt at­riði frá Leik­gleði, m.a. úr Litlu hryll­ings­búð­inni.

Kl. 16:00 – Sterk­asti mað­ur Ís­lands

  • Keppt um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands á Hlé­garðstún­inu
  • Hjalti Úr­sus held­ur utan um þessa ár­legu aflrauna­keppni

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00