Hlynur frjálsíþróttaþjálfari Aftureldingar fór til Finnlands á námskeið á íþróttasetri að Kuortane (líklega 100 sinnum stærra en á Laugarvatni). Boðið var upp á spjótkastsnámskeið með fremstu þjálfurum, spjótkösturum og sérfræðingum (læknar, sjúkraþjálfara og umboðsmenn) heims í kringum þessa þraut.
Ekki skal fjölyrða um það að yfirferð var mikil og mikið lært. Auk Hlyns sótti Pétur Guðmundsson námskeiðið og þótti þeim frábært að fá að kynnast smiðju Finna í þjálfunartækni og sjá nákvæmar rannsóknir. Þess má geta að hjá Finnum á engin karlmaður að kalla sig spjótkastara nema hann kasti spjóti yfir 80m og kona yfir 57m.
Til gamans má geta þess að Pétur Guðmundsson, íslandsmethafi í kúluvarpi utanhúss, varpaði kúlunni 21.26m hér að Varmá árið 1990 og stendur það met ennþá og hann er bróðir Andrésar Guðmundssonar, sveitunga okkar og forráðamanns Skólahreysti.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Borðtennisfélag Mosfellsbæjar kynnt á bæjarhátíð
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari golfklúbba
Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.