Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. desember 2009

Á haust­in er tími end­ur­mennt­un­ar frjálsí­þrótta­þjálf­ara.

Hlyn­ur frjálsí­þrótta­þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar fór til Finn­lands á nám­skeið á íþrótta­setri að Ku­ort­ane (lík­lega 100 sinn­um stærra en á Laug­ar­vatni). Boð­ið var upp á spjót­kasts­nám­skeið með fremstu þjálf­ur­um, spjót­köst­ur­um og sér­fræð­ing­um (lækn­ar, sjúkra­þjálf­ara og um­boðs­menn) heims í kring­um þessa þraut.

Ekki skal fjöl­yrða um það að yf­ir­ferð var mik­il og mik­ið lært. Auk Hlyns sótti Pét­ur Guð­munds­son nám­skeið­ið og þótti þeim frá­bært að fá að kynn­ast smiðju Finna í þjálf­un­ar­tækni og sjá ná­kvæm­ar rann­sókn­ir. Þess má geta að hjá Finn­um á eng­in karl­mað­ur að kalla sig spjót­kast­ara nema hann kasti spjóti yfir 80m og kona yfir 57m.

Til gamans má geta þess að Pét­ur Guð­munds­son, ís­lands­met­hafi í kúlu­varpi ut­an­húss, varp­aði kúl­unni 21.26m hér að Varmá árið 1990 og stend­ur það met enn­þá og hann er bróð­ir Andrés­ar Guð­munds­son­ar, sveit­unga okk­ar og for­ráða­manns Skóla­hreysti.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00