Þann 11. október 2021 fer fram skólaþing í Mosfellsbæ.
Markmið skólaþings er að skapa vettvang fyrir nemendur, starfsfólk, foreldra/forráðamenn og íbúa til verkefnavinnu sem ætlað er að verða innlegg í menntastefnu Mosfellsbæjar sem gefin verður út í janúar 2022.
Þema skólaþings er: Hvað er góður skóli?
Skólaþingið er að þessu sinni þrískipt:
- kl. 9:00 – 11:00 – Nemendur 1. – 10. bekkjar
- kl. 15:00 – 17:00 – Starfsfólk grunn-, leik-, Listaskóla, frístundar og félagsmiðstöðvar
- kl. 18:00 – 20:00 – Foreldrar, forráðamenn nemenda og íbúar
Skólaþingið fer fram í Helgafellsskóla.
Í hverri vinnustofu skólaþings verða 20 mínútna innlegg frá valinkunnum aðilum þar sem fjallað verður um áhugaverð málefni sem snerta hvern hóp fyrir sig.
Nánari dagskrá hverrar vinnustofu verður kynnt þátttakendum þegar nær dregur.
Íbúum sem ekki eiga börn í skólum Mosfellsbæjar í dag en hafa brennandi áhuga á menntamálum er boðin þátttaka á þinginu.
Boðið verður upp á veitingar og hugað verður vel að sóttvörnum.
Þín þátttaka skiptir máli!
Undirbúningsnefndin
Tengt efni
Bólið býður uppá fjölbreytt og lifandi starf
Félagsmiðstöðin Bólið býður uppá uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni og eru starfsstöðvarnar í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla.
Snjallræði í Helgafellsskóla
Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.
Menntastefna Mosfellsbæjar kynnt á fræðsludegi fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs
Í gær var ýtt úr vör nýrri Menntastefnu Mosfellsbæjar sem ber heitið, Heimurinn er okkar.