Mosfellsbær stóð fyrir rafrænum íbúafundi um málefni barna og ungmenna í Mosfellsbæ þann 8. apríl 2021.
Mosfellsbær stóð fyrir rafrænum íbúafundi um málefni barna og ungmenna í Mosfellsbæ þann 8. apríl 2021. Yfirskrift fundarins var Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Fundurinn var rafrænn og upptaka af honum er nú aðgengileg á facebook síðu Mosfellsbæjar.
Tilefni fundarins voru meðal annars niðurstöður könnunar Rannsókna og greininga sem voru kynntar í janúar á þremur rafrænum kynningarfundum sem Mosfellsbær boðaði til fyrir foreldra ungmenna í 8., 9. og 10. bekk.
Dagskráin var eftirfarandi:
- Hvað erum við að gera vel
Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu - Það er flókið að vera foreldri
Anna Steinsen frá Kvan - Hverjir ala upp barn?
Jón Halldórsson frá Kvan - Rödd foreldra
Gunnar Jónsson, foreldri grunnskólabarns - Hvað geta foreldrar gert?
Pallborðsumræður