Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. apríl 2021

Mos­fells­bær stend­ur fyr­ir ra­f­ræn­um íbúa­fundi um mál­efni barna og ung­menna í Mos­fells­bæ á Face­book síðu Mos­fells­bæj­ar.

Fund­ur­inn verð­ur hald­inn þann 8. apríl 2021 og mun standa frá kl. 17:00 – 18:15. Yf­ir­skrift fund­ar­ins er Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.

Til­efni fund­ar­ins er með­al ann­ars nið­ur­stöð­ur könn­un­ar Rann­sókna og grein­inga sem voru kynnt­ar í janú­ar á þrem­ur ra­f­ræn­um kynn­ing­ar­fund­um sem Mos­fells­bær boð­aði til fyr­ir for­eldra ung­menna í 8., 9. og 10. bekk.

Fyr­ir­komulag fund­ar­ins

Á fund­in­um verð­ur boð­ið upp á inn­legg frá að­il­um sem hafa mikla reynslu á ólík­um svið­um for­varna og sam­skipta. Fjallað verð­ur um þau at­riði sem skipta máli til að skapa trausta og góða um­gjörð um börn og ung­menni eins og mik­il­vægi sam­veru og sam­stöðu sam­fé­lags­ins, for­varn­ar­gildi tóm­stunda- og íþrótt­astarfs hvað for­eldr­ar geta gert til að standa sam­an og hvern­ig sveit­ar­fé­lag­ið Mos­fells­bær get­ur stutt við um­gjörð­ina.

Áhrifa­rík­ustu þætt­irn­ir sem lúta að for­eldr­um er stuðn­ing­ur þeirra við regl­ur um úti­vist­ar­tíma, taka þátt í for­eldrarölti, og vera í góð­um sam­skipt­um við þá sem barn þeirra um­gengst eins og vini og for­eldr­ar þeirra.

Dagskrá

  • 17:00 – Ávarp
  • Hvað erum við að gera vel?
    Mar­grét Lilja Guð­munds­dótt­ir frá Rann­sókn og grein­ingu
  • Hverj­ir ala upp barn?
    Jón Hall­dórs­son frá Kvan
  • Það er flók­ið að vera for­eldri!
    Anna Stein­sen frá Kvan
  • Rödd for­eldra
    Gunn­ar Jóns­son grunn­skóla­for­eldri
  • 18:00 – Hvað geta for­eldr­ar gert?
    Hug­mynd­ir og um­ræð­ur
  • 18:15 – Lok fund­ar

Fund­ar­stjóri: Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00