Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. desember 2024

Um ára­bil hef­ur tendr­un ljósa á jóla­trénu á Mið­bæj­ar­torgi markað upp­haf jóla­halds í Mos­fells­bæ.

Að þessu sinni voru ljós­in tendr­uð laug­ar­dag­inn 30. nóv­em­ber og létu vösk börn og full­orðn­ir kuld­ann ekki stoppa sig. Áður en dagskrá hófst á torg­inu lék Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar nokk­ur lög fyr­ir gesti inni í Kjarna þar sem hægt var að gæða sér á heitu súkkulaði og vöffl­um sem 4. flokk­ur kvenna í knatt­spyrnu hjá Aft­ur­eld­ingu seldi í fjár­öfl­un­ar­skyni.

Á svið­inu á Mið­bæj­ar­torgi var líf­leg dagskrá þar sem börn úr for­skóla­deild Lista­skól­ans spil­uðu og sungu, Barnakór Lága­fell­sókn­ar söng og Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri taldi nið­ur í tendr­un trés­ins ásamt þeim Sóllilju Björgu Guð­munds­dótt­ur og Hrann­ari Engil­berts­syni, nem­end­um í Helga­fell­skóla. Nokkr­ir jóla­svein­ar mættu á svæð­ið og döns­uðu í kring­um jóla­tréð und­ir söng Guð­rún Ár­nýj­ar sem flutti nokk­ur hressi­leg jóla­lög og hvatti við­stadda til að dansa sér til hita.

Jóla­svein­arn­ir leiddu að lok­um hóp­inn inn í Kjarna og gáfu manda­rín­ur þar sem Kven­fé­lag Mos­fells­bæj­ar stóð fyr­ir bas­ar og Mos­fell­skór­inn tók lag­ið.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00