Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. maí 2024

Mos­fells­bær leit­ar að fram­sækn­um og dríf­andi leið­toga í starf sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Leitað er að stjórn­anda með skýra sýn og brenn­andi áhuga á fræðslu- og frí­stunda­mál­um til að leiða mála­flokk­inn á mikl­um upp­bygg­ing­ar­tím­um í sveit­ar­fé­lag­inu.

Mos­fells­bær er í fremstu röð þeg­ar kem­ur að þjón­ustu við barna­fjöl­skyld­ur og er lögð mik­il áhersla á inn­leið­ingu mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem fel­ur m.a. í sér að unn­ið er að vel­ferð og vexti allra með já­kvæð­um sam­skipt­um, vald­efl­ingu og sveigj­an­leika að leið­ar­ljósi. Þá er lögð rík áhersla á inn­leið­ingu far­sæld­ar­lag­anna í Mos­fells­bæ og starfs­fólk fræðslu- og frí­stunda­sviðs og vel­ferð­ar­sviðs eiga í nánu sam­starfi um það verk­efni.

Fræðslu- og frí­stunda­svið starf­ræk­ir fimm grunn­skóla, átta leik­skóla, frí­stunda­mið­stöð­ina Ból­ið, Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar og öfl­uga skóla­þjón­ustu. Sviðs­stjóri heyr­ir beint und­ir bæj­ar­stjóra og sit­ur í yf­ir­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins.

Helstu verk­efni og ábyrgð

  • Ábyrgð á stjórn­un og fram­kvæmd fræðslu- og frí­stunda­mála
  • Und­ir­bún­ing­ur mála fyr­ir fræðslu­nefnd og eft­ir­fylgni með ákvörð­un­um nefnd­ar­inn­ar
  • Stefnu­mót­un í fræðslu- og frí­stunda­mál­um í sam­vinnu við fræðslu­nefnd
  • Ábyrgð á rekstri og stjórn­sýslu sviðs­ins, þ.m.t. fjár­mál­um og starfs­manna­mál­um
  • For­ysta við þró­un og inn­leið­ingu nýj­unga á sviði fræðslu- og frí­stunda­mála ásamt mati á ár­angri og eft­ir­liti
  • Yf­ir­um­sjón með fram­kvæmd laga og sam­þykkta um fræðslu­mál
  • Sam­ráð við op­in­bera að­ila, fé­laga­sam­tök og aðra hags­muna­að­ila á sviði fræðslu- og frí­stunda­mála

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

  • Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi er skil­yrði
  • Fram­halds­mennt­un sem nýt­ist í starfi er æski­leg
  • Far­sæl reynsla af stjórn­un með manna­for­ráð er skil­yrði
  • Víð­tæk þekk­ing á skóla- og frí­stundaum­hverfi sveit­ar­fé­laga
  • Góð þekk­ing á upp­lýs­inga­tækni og hæfni til að til­einka sér tækninýj­ung­ar
  • Víð­tæk reynsla og þekk­ing á op­in­berri stjórn­sýslu
  • Leið­toga­hæfni og reynsla af breyt­inga­stjórn­un og ný­sköp­un í starfi
  • Mik­ið frum­kvæði og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um
  • Yf­ir­burða sam­skipta­hæfni og þjón­ustumið­uð hugs­un
  • Mjög góð hæfni til að tjá sig í rit­uðu og töl­uðu máli, bæði á ís­lensku og ensku

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 10. júní 2024.

Um­sókn um starf­ið skal skilað gegn­um al­fred.is og þarf henni að fylgja starfs­fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréf (hvort tveggja á ís­lensku) þar sem gerð er grein fyr­ir ástæðu um­sókn­ar og hæfni um­sækj­anda sem nýt­ist í starfi.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm sem upp­fylla hæfni­við­mið til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötlun eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Laun eru sam­kvæmt samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og við­kom­andi stétt­ar­fé­laga.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veita Thelma Kristín Kvar­an (thelma@in­tell­ecta.is) í síma 511-1225 og Kristján Þór Magnús­son, sviðs­stjóri mannauðs- og starfs­um­hverf­is Mos­fells­bæj­ar (kristjan@mos.is) í síma 525-6700.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00