Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Leitað er að stjórnanda með skýra sýn og brennandi áhuga á fræðslu- og frístundamálum til að leiða málaflokkinn á miklum uppbyggingartímum í sveitarfélaginu.
Mosfellsbær er í fremstu röð þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og er lögð mikil áhersla á innleiðingu menntastefnu Mosfellsbæjar sem felur m.a. í sér að unnið er að velferð og vexti allra með jákvæðum samskiptum, valdeflingu og sveigjanleika að leiðarljósi. Þá er lögð rík áhersla á innleiðingu farsældarlaganna í Mosfellsbæ og starfsfólk fræðslu- og frístundasviðs og velferðarsviðs eiga í nánu samstarfi um það verkefni.
Fræðslu- og frístundasvið starfrækir fimm grunnskóla, átta leikskóla, frístundamiðstöðina Bólið, Listaskóla Mosfellsbæjar og öfluga skólaþjónustu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og situr í yfirstjórn sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd fræðslu- og frístundamála
- Undirbúningur mála fyrir fræðslunefnd og eftirfylgni með ákvörðunum nefndarinnar
- Stefnumótun í fræðslu- og frístundamálum í samvinnu við fræðslunefnd
- Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum
- Forysta við þróun og innleiðingu nýjunga á sviði fræðslu- og frístundamála ásamt mati á árangri og eftirliti
- Yfirumsjón með framkvæmd laga og samþykkta um fræðslumál
- Samráð við opinbera aðila, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila á sviði fræðslu- og frístundamála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Farsæl reynsla af stjórnun með mannaforráð er skilyrði
- Víðtæk þekking á skóla- og frístundaumhverfi sveitarfélaga
- Góð þekking á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar
- Víðtæk reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu
- Leiðtogahæfni og reynsla af breytingastjórnun og nýsköpun í starfi
- Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2024.
Umsókn um starfið skal skilað gegnum alfred.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm sem uppfylla hæfniviðmið til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Frekari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225 og Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis Mosfellsbæjar (kristjan@mos.is) í síma 525-6700.