Samkomur takmarkaðar enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga þar sem því verður við komið.
Þessi fyrirmæli hafa áhrif á þjónustu Mosfellsbæjar en allar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar frá miðnætti mánudaginn 23. mars þar til annað verður ákveðið.
Swimming pools and sports centers to close and tighter rules on public gatherings
The Minister of Health has decided, in accordance with the Chief Epidemiologist’s proposal, to limit public gatherings further due to the accelerated spread of COVID-19 in the community.
Public gatherings will now be limited to 20 people. At all gatherings it must be ensured that a distance of at least 2 meters is maintained between individuals.
This affects the services of Mosfellsbaer as all swimming pools and sports centers in the capital area will be closed from midnight on Monday March 23rd until further notice.
Tengt efni
Covid-19 rýni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
COVID-19 faraldrinum er ekki lokið en, þó lítið sé um stórar aðgerðir hér á Íslandi.
Staða Covid-19 faraldurs 10. mars 2022
Gríðarlega mikil útbreiðsla Covid-19.
Covid-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum