Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar lauk með uppskeruhátíð þriðjudaginn 31. ágúst.
Að þessu sinni tóku 100 börn þátt í sumarlestrinum og lásu um 500 bækur. Öll voru þau leyst út með viðurkenningarskjali og spilastokk.
Þrjú heppin börn voru dregin út og fengu þar að auki nýja bók að gjöf frá bókasafninu. En öll hlutu þau bestu verðlaunin, meiri færni í lestri og ánægjuna af að upplifa ævintýraheim bókanna.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.