Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. júní 2020

Mos­fells­bær býð­ur upp á frítt 5 vikna úti­nám­skeið frá 29. júní – 30. júlí.

Tím­arn­ir verða tvisvar sinn­um í viku á mánu­dög­um og mið­viku­dög­um. Tveir hóp­ar verða í boði 9:00-9:50 og 9:50-10:50. Á mánu­dög­um er mæt­ing við Lága­fells­laug en á mið­viku­dög­um er mæt­ing við íþróttamið­stöð­ina við Varmá.

Áhersla á þessu nám­skeiði er ganga, stafaganga auk styrkt­ar og jógaæf­ing­um, góð­um liðk­andi teygjuæf­ing­um ásamt gleði og glaumi. Nám­skeið­ið á því að henta öllu eldra fólki.

Kenn­ari er Halla Karen Kristjáns­dótt­ir.

Skrán­ing fer fram hjá fé­lag­starf­inu í síma 586-8014 eða hjá Elvu Björg for­stöðu­manni í síma 698-0090, eins má senda póst á elvab@mos.is.

Lág­marks­þátttaka í hvern hóp er 15 manns.

Verk­efn­ið er rík­is­styrkt við­bót­ar­verk­efni í fé­lags­starfi full­orð­inna fyr­ir sum­ar­ið 2020 vegna Covid-19.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00