Mosfellsbær býður upp á frítt 5 vikna útinámskeið frá 29. júní – 30. júlí.
Tímarnir verða tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum. Tveir hópar verða í boði 9:00-9:50 og 9:50-10:50. Á mánudögum er mæting við Lágafellslaug en á miðvikudögum er mæting við íþróttamiðstöðina við Varmá.
Áhersla á þessu námskeiði er ganga, stafaganga auk styrktar og jógaæfingum, góðum liðkandi teygjuæfingum ásamt gleði og glaumi. Námskeiðið á því að henta öllu eldra fólki.
Kennari er Halla Karen Kristjánsdóttir.
Skráning fer fram hjá félagstarfinu í síma 586-8014 eða hjá Elvu Björg forstöðumanni í síma 698-0090, eins má senda póst á elvab@mos.is.
Lágmarksþátttaka í hvern hóp er 15 manns.
Verkefnið er ríkisstyrkt viðbótarverkefni í félagsstarfi fullorðinna fyrir sumarið 2020 vegna Covid-19.
Tengt efni
Opið hús fyrir eldri borgara Mosfellsbæjar
Gott að eldast í Mosfellsbæ
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.