Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 25. apríl.
Hefst hátíðin á Bæjartorginu þar sem farið verður í skrúðgöngu kl. 13:00 og gengið að íþróttasvæðinu að Varmá þar sem verða skátaþrautir og hoppukastalar. Boozthjólið fræga verður á staðnum og í boði að fara í spennandi kassaklifur. Hjólaþrautabrautin verður á sínum stað fyrir ferska hjólagarpa. Gullkistan og fleiri skemmtanir eru í boði fyrir börn á öllum aldri.
Hægt verður að gæða sér á heitum vöfflum og grilluðum pylsum í söluvögnum.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur af sinni alkunnu list. Skátafélagið Mosverjar leiða gönguna.