Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2019

Hald­ið verð­ur há­tíð­lega upp á sum­ar­dag­inn fyrsta fimmtu­dag­inn 25. apríl.

Hefst há­tíð­in á Bæj­ar­torg­inu þar sem far­ið verð­ur í skrúð­göngu kl. 13:00 og geng­ið að íþrótta­svæð­inu að Varmá þar sem verða skáta­þraut­ir og hoppu­kastal­ar. Boozt­hjól­ið fræga verð­ur á staðn­um og í boði að fara í spenn­andi kassaklif­ur. Hjóla­þrauta­braut­in verð­ur á sín­um stað fyr­ir ferska hjólagarpa. Gull­kist­an og fleiri skemmt­an­ir eru í boði fyr­ir börn á öll­um aldri.

Hægt verð­ur að gæða sér á heit­um vöffl­um og grill­uð­um pyls­um í sölu­vögn­um.

Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar leik­ur af sinni al­kunnu list. Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar leiða göng­una.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00