Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­tök for­stöðu­manna al­menn­ings­bóka­safna og Mennta­mála­stofn­un hvetja nem­end­ur og for­eldra til lestr­ar­dáða í sum­ar með því að vera dug­leg að heim­sækja bóka­söfn­in.

Frá Mennta­mála­stofn­un.

Sum­ar­leyfi grunn­skóla­barna er hand­an við horn­ið og mörg þeirra farin að líta hýru auga til þess að þurfa ekki að vakna snemma, taka sig til fyr­ir skól­ann og læra heima. Ís­lensk grunn­skóla­börn eru að jafn­aði í 10-11 vikna sum­ar­fríi þar sem þau eru laus und­an stunda­töflu og skóla­bjöllu. Þetta langa frí er ef­laust mörg­um kær­kom­ið en það er hins veg­ar vel rann­sakað að sum­ar­frí nem­enda hef­ur í för með sér ákveðna aft­ur­för fyr­ir nám þar sem fyrri þekk­ing og færni gleym­ist vegna þess að henni er ekki hald­ið við yfir sum­ar­tím­ann. Þetta eru svo­kölluð sum­aráhrif. Hvað lestr­ar­færni varð­ar get­ur þessi aft­ur­för num­ið ein­um til þrem­ur mán­uð­um á hverju sumri og hjá barni í 6. bekk, sem aldrei hef­ur les­ið yfir sum­ar­tím­ann, get­ur upp­söfn­uð aft­ur­för num­ið einu og hálfu skóla­ári.

Sum­ar­frí eru vissu­lega nauð­syn­leg og hér er ekki mælst til þess að skipu­lögðu námi sé hald­ið að börn­um á sumrin en góð lestr­ar­færni ligg­ur til grund­vall­ar og auð­veld­ar nem­end­um allt nám svo það er ákaf­lega mik­il­vægt að henni sé hald­ið við yfir sum­ar­tím­ann.

Yngstu les­ar­arn­ir, eða nem­end­ur í 1. – 4. bekk, eru sér­stak­lega við­kvæm­ir fyr­ir sum­aráhrif­un­um en börn sem glíma við lestr­ar­erf­ið­leika, búa við litla lestr­ar­menn­ingu heima fyr­ir eða eiga ann­að móð­ur­mál en ís­lensku, eru einn­ig í áhættu­hópi. Góðu frétt­irn­ar eru þær að rann­sókn­ir sýna einn­ig að ekki reyn­ist nauð­syn­legt að lesa meira en fjór­ar til fimm bæk­ur yfir sum­ar­ið til að við­halda lestr­ar­færn­inni og auð­vitað leið­ir mik­ill lest­ur til margs kon­ar ávinn­ings fyr­ir skóla­göngu og al­menna vel­sæld nem­enda. Sá ávinn­ing­ur birt­ist í bættri lestr­ar­færni, mikl­um orða­forða, bætt­um lesskiln­ingi, auk­inni færni við rit­un og svona mætti lengi telja. Og ekki má gleyma bókagaldr­in­um sem fær les­ar­ann til að gleyma stund og stað og öðl­ast upp­lif­un og reynslu af fyr­ir­bær­um sem eru mis­fjar­læg í tíma og rúmi.

Við vilj­um minna á að út­lán bóka­safn­anna, fyr­ir börn und­ir 18 ára aldri, eru ókeyp­is og að starfs­fólk bóka­safn­anna er ávallt boð­ið og búið að að­stoða börn og for­eldra við að finna og velja bæk­ur sem falla að áhuga­sviði þeirra. Með þetta í huga vilja Sam­tök for­stöðu­manna al­menn­ings­bóka­safna og Mennta­mála­stofn­un hvetja nem­end­ur og for­eldra til lestr­ar­dáða í sum­ar með því að vera dug­leg að heim­sækja bóka­söfn­in og taka til dæm­is þátt í ár­leg­um sum­ar­lestr­ar­spretti eða með því að nýta sér sum­ar­læsis­da­gatal Mennta­mála­stofn­un­ar en á vef Mennta­mála­stofn­un­ar má finna nokkr­ar út­gáf­ur og einn­ig góð­an fróð­leik.

Gleði­legt lestr­ar­sum­ar!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00