Nú standa yfir framkvæmdir á stígagerð neðan nýbyggingarsvæðis við Súluhöfða.
Verkið felur í sér uppbyggingu og frágang á göngu- og hjólastíg við Súluhöfða, en búið er að fjölga lóðum og bæta við einni götu norðvestan við núverandi byggð.
Lagður verður nýr stígur sem verður aðlagaður að núverandi stígum sem tengjast framkvæmdasvæðinu. Í 1. áfanga er gert ráð fyrir jarðvegsskiptum undir malbik og landmótun meðfram nýjum stíg.
Verklok er áætluð á þessu ári.
Við biðjumst velvirðingar á þeirri röskun sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.