Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. apríl 2021

Nú þeg­ar frost fer úr jörðu verð­ur fram­kvæmd­um hald­ið áfram við gerð göngu­stígs neð­an Súlu­höfða.

Far­ið verð­ur í yf­ir­borðs­frág­ang, jarð­vegs­frág­ang og upp­setn­ingu lýs­ing­ar.

Lamp­ar í nýrri lýs­ingu eru Led lamp­ar sem eyða mjög lít­illi orku og eru með hlýrri birtu sem er sami hlý­leiki og var í gömlu góðu ljósa­per­unni. Vel er hug­að að ljós­gæð­um og er ljós­dreif­ing og af­skerm­un ljóss­ins í sam­ræmi við nýj­ustu tækni. Lýs­ing á stígn­um er bú­inn svo­kall­aðri mið­næt­ur­dimm­ingu þann­ig að all­ir lamp­ar eru dimm­að­ir um 50% frá mið­nætti til kl. 6:00 á morgn­ana þeg­ar fáir eru á ferli og að auki eru all­ir lamp­ar með stý­ritengli fyr­ir fram­tíð­ar­stýr­ingu þar sem hægt verð­ur að stýra hverj­um lampa fyr­ir sig með við­eig­andi bún­aði.

Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um og trufl­un­um sem af þess­um fram­kvæmd­um hlýst og biðj­um við veg­far­end­ur um að sýna fram­kvæmdarað­il­um til­lits­semi eft­ir að fram­kvæmd­ir hefjast og með­an á fram­kvæmd­um stend­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00