Nú þegar frost fer úr jörðu verður framkvæmdum haldið áfram við gerð göngustígs neðan Súluhöfða.
Farið verður í yfirborðsfrágang, jarðvegsfrágang og uppsetningu lýsingar.
Lampar í nýrri lýsingu eru Led lampar sem eyða mjög lítilli orku og eru með hlýrri birtu sem er sami hlýleiki og var í gömlu góðu ljósaperunni. Vel er hugað að ljósgæðum og er ljósdreifing og afskermun ljóssins í samræmi við nýjustu tækni. Lýsing á stígnum er búinn svokallaðri miðnæturdimmingu þannig að allir lampar eru dimmaðir um 50% frá miðnætti til kl. 6:00 á morgnana þegar fáir eru á ferli og að auki eru allir lampar með stýritengli fyrir framtíðarstýringu þar sem hægt verður að stýra hverjum lampa fyrir sig með viðeigandi búnaði.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi eftir að framkvæmdir hefjast og meðan á framkvæmdum stendur.