Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ.
Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 30. nóvember nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu.
Afgreiðsla styrkumsókna fer fram fyrir lok mars 2023.
Aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár.
Tengt efni
Mosfellsbær tekur við starfsemi Skálatúns og ríkið kemur að uppbyggingu fyrir börn og fjölskyldur í Skálatúni í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar.
Ert þú með íbúð til leigu?
Mosfellsbær leitar að íbúðum fyrir flóttafólk, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.
Mosfellsbær veitir stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum 2023
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í sveitarfélaginu verði í boði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir leigjendur sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum.