Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. febrúar 2024

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka.

Um er að ræða styrki til greiðslu fast­eigna­skatts af fast­eign­um þar sem fram fer starf­semi sem ekki er rekin í ágóða­skyni.

Sækja skal um fyr­ir 29. fe­brú­ar 2024.

Sótt er um styrk­inn á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Rétt til styrks eiga fé­lög og fé­laga­sam­tök sem upp­fylla eft­ir­talin skil­yrði:

  1. Eru fast­eigna­eig­end­ur í Mos­fells­bæ.
  2. Reka starf­semi sína í hús­næð­inu.
  3. Hafa með hönd­um starf­semi sem flokkast til menn­ing­ar-, íþrótta- og æsku­lýðs­starfs, tóm­stund­a­starf­semi og mann­úð­ar­starfa.
  4. Um mann­úð­ar­sam­tök gild­ir að góð­gerð­ar­starf­sem­in verð­ur að meg­in­stefnu að vera unn­in í sjálf­boða­vinnu fé­lags­manna og ná út fyr­ir rað­ir þeirra, s.s. í formi styrkja, gjafa eða stuðn­ings fyr­ir al­manna­heill og sam­fé­lag­ið.
  5. Starf­sem­in má ekki vera rekin í ágóða­skyni en heim­ilt er að inn­heimta tíma­bundn­ar tekj­ur fyr­ir notk­un hús­næð­is­ins ef þær tekj­ur eru ein­göngu nýtt­ar til rekst­urs hús­næð­is­ins.
  6. Starf­sem­in má ekki njóta samn­ings­bund­inna rekstr­ar­styrkja frá Mos­fells­bæ eða ígildi þeirra.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00