Skipulagsgátt er landfræðileg gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Skipulagsstofnun ber ábyrgð á hönnun, uppsetningu og rekstri Skipulagsgáttar sem hefur verið í smíðum undanfarið ár.
Skipulagsgátt er landfræðileg gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Skipulagsstofnun ber ábyrgð á hönnun, uppsetningu og rekstri Skipulagsgáttar sem hefur verið í smíðum undanfarið ár.
Með Skipulagsgátt verða skipulagsferlar aðgengilegri og skiljanlegri fyrir almenning og hagsmunaaðila. Öll skipulagsverkefni sem eru í kynningu á landinu hverju sinni verða nú aðgengileg á einum stað. Í gegnum Skipulagsgátt er auðveldara að koma sjónarmiðum á framfæri og með áskriftar- og vöktunarmöguleikum er jafnframt auðveldara að hafa yfirsýn yfir þau mál sem eru í gangi hverju sinni – eftir málaflokkum eða svæðum sem hentar þörfum hvers og eins.
Markmiðið með öflugri stafrænni stjórnsýslu er að einfalda málsmeðferð, bæta þjónustu við almenning og auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum með nýtingu stafrænna lausna. Mosfellsbær hefur þegar tekið þátt í þessari stafrænu vegferð og nýtt sér möguleika sem þetta nýja verkfæri býður. Mosfellsbær sér fram á að með Skipulagsgáttinni muni tækifæri gefast til að endurhugsa og samþætta ferla og birtingu upplýsinga um skipulagsverkefni. Viljum við hvetja íbúa Mosfellsbæjar að kynna sér Skipulagsgáttina, nýta þá möguleika sem bjóðast og koma með tillögur og hugmyndir um nýja virkni.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði