Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. maí 2023

Skipu­lags­gátt var opn­uð með form­leg­um hætti 25. maí síð­ast­lið­inn.

Skipu­lags­gátt er land­fræði­leg gagna- og sam­ráðs­gátt um skipu­lag, um­hverf­is­mat og fram­kvæmd­ir. Skipu­lags­stofn­un ber ábyrgð á hönn­un, upp­setn­ingu og rekstri Skipu­lags­gátt­ar sem hef­ur ver­ið í smíð­um und­an­far­ið ár.

Skipu­lags­gátt er land­fræði­leg gagna- og sam­ráðs­gátt um skipu­lag, um­hverf­is­mat og fram­kvæmd­ir. Skipu­lags­stofn­un ber ábyrgð á hönn­un, upp­setn­ingu og rekstri Skipu­lags­gátt­ar sem hef­ur ver­ið í smíð­um und­an­far­ið ár.

Með Skipu­lags­gátt verða skipu­lags­ferl­ar að­gengi­legri og skilj­an­legri fyr­ir al­menn­ing og hags­muna­að­ila. Öll skipu­lags­verk­efni sem eru í kynn­ingu á land­inu hverju sinni verða nú að­gengi­leg á ein­um stað. Í gegn­um Skipu­lags­gátt er auð­veld­ara að koma sjón­ar­mið­um á fram­færi og með áskrift­ar- og vökt­un­ar­mögu­leik­um er jafn­framt auð­veld­ara að hafa yf­ir­sýn yfir þau mál sem eru í gangi hverju sinni – eft­ir mála­flokk­um eða svæð­um sem hent­ar þörf­um hvers og eins.

Mark­mið­ið með öfl­ugri sta­f­rænni stjórn­sýslu er að ein­falda máls­með­ferð, bæta þjón­ustu við al­menn­ing og auka gagn­sæi og að­gengi að upp­lýs­ing­um með nýt­ingu sta­f­rænna lausna. Mos­fells­bær hef­ur þeg­ar tek­ið þátt í þess­ari sta­f­rænu veg­ferð og nýtt sér mögu­leika sem þetta nýja verk­færi býð­ur. Mos­fells­bær sér fram á að með Skipu­lags­gátt­inni muni tæki­færi gefast til að end­ur­hugsa og sam­þætta ferla og birt­ingu upp­lýs­inga um skipu­lags­verk­efni. Vilj­um við hvetja íbúa Mos­fells­bæj­ar að kynna sér Skipu­lags­gátt­ina, nýta þá mögu­leika sem bjóð­ast og koma með til­lög­ur og hug­mynd­ir um nýja virkni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00