Mosfellsbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Mosfellsbæ til að taka virkan þátt í deginum með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi og á opnum svæðum.
Íbúar geta nálgast ruslapoka fyrir plokkið fyrir framan Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna og í anddyri íþróttamiðstöðvanna að Varmá og Lágafelli frá mánudeginum 22. apríl 2024. Pokarnir sem eru í boði eru glærir og er best að hafa tvo poka meðferðis þ.e. einn fyrir plast og annan fyrir allt hitt ruslið. Þá er gott að setja ekki of mikið í hvern poka og sjá til þess að loka honum með hnút þannig að fjúki ekki uppúr.
Einnig er mikilvægt að vera í hönskum og gott að vera með ruslatínur. Þær er hægt að fá að láni á bókasafninu með bókasafnskorti í allt að tvær vikur.
Mosfellsbær hvetur plokkara til að gæta fyllsta öryggis með notkun öryggisvesta við umferðaræðar. Börn ættu ekki að týna rusl meðfram umferðaþungum vegum eins og t.d. Vesturlandsvegi.
Eftir Stóra plokkdaginn mun starfsfólk þjónustustöðvar keyra um og sækja rusl en mikilvægt er að setja ruslapokana á sýnilega staði.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos