Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. mars 2021

Hert­ar regl­ur um sótt­varn­ar­ráð­staf­an­ir á landsvísu taka gildi á mið­nætti í kvöld.

Tíu manna fjölda­tak­mörk­un verð­ur meg­in­regla og að­eins börn fædd 2015 og síð­ar verða þar und­an­skilin. Grunn-, fram­halds-, tón­list­ar- og há­skól­um verð­ur lokað þar til páskafrí tek­ur við. Marg­vís­leg starf­semi sem rúm­ast ekki inn­an reglu um 10 manna fjölda­tak­mörk­un verð­ur stöðvuð. Ákvörð­un heil­brigð­is­ráð­herra um hert­ar sótt­varna­að­gerð­ir bygg­ist á til­lög­um sótt­varna­lækn­is um að grípa taf­ar­laust til ráð­staf­ana vegna hóp­sýk­inga inn­an­lands að und­an­förnu til að sporna gegn frek­ari út­breiðslu veirunn­ar. Hert­ar regl­ur munu gilda í 3 vik­ur.

Hóp­sýk­ing­arn­ar að und­an­förnu eru all­ar af völd­um breska af­brigð­is kór­óna­veirunn­ar sem er mun meira smit­andi en flest önn­ur af­brigði og veld­ur frek­ar al­var­leg­um veik­ind­um. Sótt­varna­lækn­ir legg­ur áherslu á að hert­ar að­gerð­ir taka nú til barna allt frá grunn­skóla­aldri þar sem sýnt þyk­ir að breska af­brigð­ið veld­ur meiri ein­kenn­um hjá eldri börn­um en önn­ur af­brigði veirunn­ar. Að öðru leyti er í meg­in­at­rið­um um að ræða sömu regl­ur í meg­in­drátt­um og tóku gildi 31. októ­ber á liðnu ári og gáf­ust vel til að kveða nið­ur þriðju bylgju far­ald­urs­ins hér á landi.

Helstu regl­ur sem taka gildi á mið­nætti:

Nánd­ar­regla verð­ur áfram 2 metr­ar og regl­ur um grímu­skyldu óbreytt­ar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síð­ar und­an­þeg­in grímu­skyldu en falla und­ir fjölda- og ná­lægð­ar­tak­mark­an­ir. Börn í leik­skól­um eru und­an­þeg­in 2 metra regl­unni og fjölda­tak­mörk­un­um.

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir 10 manns og ná til allra sem fædd­ir eru 2014 eða fyrr.
  • Trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög mega taka á móti 30 gest­um við at­hafn­ir. Þeir skulu skráð­ir með nafni, kenni­tölu og síma­núm­eri en þurfa ekki að sitja í núm­er­uð­um sæt­um. Gest­um er skylt að nota and­lits­grím­ur og tryggja skal 2 metra regl­una. Há­marks­fjöldi í erfi­drykkj­um, ferm­ing­ar­veisl­um og sam­bæri­leg­um við­burð­um er 10 manns.
  • Sund- og bað­stað­ir lok­að­ir.
  • Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar lok­að­ar.
  • Íþrótt­ir inni og úti, jafnt barna og full­orð­inna, sem krefjast meiri ná­lægð­ar en 2 metra eða þar sem hætta er á snert­ismiti vegna sam­eig­in­legs bún­að­ar, eru óheim­il­ar.
  • Sviðslist­ir og sam­bæri­leg starf­semi, svo sem bíó, er óheim­il.
  • Skemmti­stað­ir, krár, spila­sal­ir og spila­kass­ar lok­að­ir.
  • Öku­nám og flugnám með kenn­ara óheim­ilt.
  • Veit­inga­stað­ir mega hafa opið til kl. 22, með að há­marki 20 gesti í rými sem all­ir skulu skráð­ir og fá af­greiðslu í sæti sem eru núm­eruð. Vín­veit­ing­ar skal bera til sitj­andi við­skipta­vina. Heim­ilt er að taka á móti nýj­um gest­um til kl. 21.00.
  • Versl­an­ir mega taka á móti 5 ein­stak­ling­um á hverja 10 m2 að há­marki 50 manns. 20 starfs­menn mega vera í sama rými og við­skipta­vin­ir. Tveggja metra nánd­ar­regla og grímu­skylda.
  • Starf­semi hársnyrti­stofa, snyrti­stofa og sam­bæri­leg starf­semi verð­ur áfram heim­il.

Skóla­hald

Grunn-, fram­halds-, tón­list­ar- og há­skól­um verð­ur lokað frá og með morg­un­deg­in­um og þar til hefð­bund­ið páskafrí tek­ur við. Unn­ið verð­ur að regl­um um fyr­ir­komulag skóla­halds að loknu páskafríi á næstu dög­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00